Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrstu kappræður Trumps og Bidens

Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnis­burði um galla byssunnar

Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu.

„Við gerum okkar besta, en veiran stendur sig betur“

Hollendingar búa sig nú undir hertari aðgerðir vegna útbreiðslu veirunnar þar í landi. Íbúar í þremur stærstu borgum landsins þurfa frá og með deginum í dag að bera grímur í verslunum svo dæmi séu tekin.

Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát

Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994.

Sjá meira