100 milljón króna Eurojackpot-vinnningsmiði keyptur á Ísafirði Stálheppinn miðahafi á Íslandi vann alls 95,6 milljónir króna í annan vinning í Eurojackpot í kvöld. Miðinn var keyptur á N1 á Ísafirði. Miðahafinn heppni var með fimm tölur réttur og eina bónustölu. 28.8.2020 20:20
Meta neikvæð áhrif Covid-19 á fjárhag sveitafélaga á 33 milljarða Gera má ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna allra hér á landi verði 26,6 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ársins 2020. Með auknum fjárfestingum upp á 6,5 milljarða nær talan rúmlega 33 milljörðum. 28.8.2020 19:08
133 starfsmönnum Isavia sagt upp 133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu. 28.8.2020 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Maður með geðklofa hefur haft gríðarlegar áhyggjur af geðfötluðum vinum sínum í faraldrinum. Vegna ástandsins hefur þjónusta á VIN, dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, verið skert - sem hafi orðið til þess að fólk einangrist. Rætt verður við manninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. 28.8.2020 18:00
Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28.8.2020 17:48
„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27.8.2020 23:30
Nefndi Sundabraut „bara sem eitt dæmi“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. 27.8.2020 22:30
Einn starfsmaður Melaskóla með kórónuveirusmit Starfsmaður í Melaskóla hefur greinst með kórónuveirusmit en í gær voru ellefu starfsmenn sendir heim vegna gruns um kórónuveirusmit í skólanum. 27.8.2020 22:16
Fjarlægður úr vél Ryan Air mínútum fyrir brottför eftir staðfestingu á smiti Tveir farþegar voru fjarlægðir úr vél Ryan Air á Stansted flugvellinum í London í gær, skömmu fyrir flugtak. Annar þeirra hafði nokkrum mínútum fyrr fengið skilaboð um að hann hefði greinst með kóronuveiruna. 27.8.2020 21:22
Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27.8.2020 19:40