133 starfsmönnum Isavia sagt upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 18:11 Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð. Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Vísir/Vilhelm 133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu. Alls hefur því 234 starfsmönnum Isavia verið sagt upp á undanförnum misserum en 101 var sagt upp í mars. „Frá því að Covid 19 faraldurinn hófst á Íslandi þá hefur móðurfélag Isavia gripið til umfangsmikilla aðgerða sem snerta öll svið félagsins vegna þess samdráttar sem orðið hefur í flugi til og frá landinu í heimsfaraldrinum,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Í tilkynningunni segir að frá því að Covid-19 faraldurinn hófst hafi stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40 prósent. „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia í tilkynningunni. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ er haft eftir Sveinbirni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu. Alls hefur því 234 starfsmönnum Isavia verið sagt upp á undanförnum misserum en 101 var sagt upp í mars. „Frá því að Covid 19 faraldurinn hófst á Íslandi þá hefur móðurfélag Isavia gripið til umfangsmikilla aðgerða sem snerta öll svið félagsins vegna þess samdráttar sem orðið hefur í flugi til og frá landinu í heimsfaraldrinum,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Í tilkynningunni segir að frá því að Covid-19 faraldurinn hófst hafi stöðugildum hjá móðurfélagi Isavia nú fækkað um 40 prósent. „Eftir ágætis gang í sumar, þar sem fjölgun ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var nokkuð stöðug, þá varð alger viðsnúningur í kjölfar ákvörðunar um tvöfalda skimun með sóttkví á milli,“ er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia í tilkynningunni. „Flugfélög hafa dregið verulega úr framboði og eins og staðan er í dag þá er útlit fyrir að það breytist ekki í náinni framtíð. Forsendur okkar frá í sumar eru því brostnar og í dag gerum við ráð fyrir að umsvifin í vetur verði mjög lítil á Keflavíkurflugvelli. Það er því útlit fyrir að verkefni verði af skornum skammti fyrir hóp starfsmanna okkar næstu mánuðina.“ Sveinbjörn segir verulega óvissu um framvindu næstu mánuði og Isavia muni endurskoða stöðuna reglulega. Ef ástandið breytist til batnaðar geti Isavia brugðist hratt við þeirri breyttu stöðu. „Við óskum öllu því fólki sem nú er að hverfa frá Isavia velfarnaðar, þökkum því fyrir þeirra störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman á ný fyrr en síðar,“ er haft eftir Sveinbirni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira