Brugðust við tilkynningu um alvarlegt fjallahjólaslys Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást við útkalli vegna hjólreiðamanns sem fallið hafði af hjóli sínu Skálafelli í kvöld. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins, þar sem tilkynningin hljóðaði eins og um alvarlegt slys hafi verið að ræða. 26.8.2020 23:09
Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26.8.2020 21:33
Táningur handtekinn vegna mannskæðrar skotárásar eftir mótmælin Lögregla í Kenosha í Wisconson-ríki Bandaríkjanna hefur handtekið 17 ára ungling í tengslum við skotárás sem varð tveimur að bana. Mikil mótmæli fóru fram í Kenosha í nótt og var það þriðja nóttin í röð sem slíkt gerist 26.8.2020 20:52
Slasaðist á Snæfelli Kalla þurfti til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að sækja göngumann sem slasaðist á göngu á Snæfelli á Austurlandi í dag. 26.8.2020 19:33
Þingheimur þurfi „svör við mörgum spurningum“ varðandi ríkisábyrgð Icelandair Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að þingheimur þurfi að fá „svör við mörgum spurningum“ áður en hægt verði að samþykkja það að íslenska ríkið ábyrgist lánalínu til Icelandair. 26.8.2020 19:23
Særði blygðunarkennd dóttur sinnar og tveggja vinkvenna hennar Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. 26.8.2020 17:53
Ísland sagt nálægt rauðum lista Breta Ísland er nú nálægt því að komast á svokallaðan rauðan lista yfirvalda í Bretlandi yfir lönd sem flokkast sem áhættusvæði vegna Covid-19. Þeir sem ferðast til Bretlands frá ríkjum á rauða lista yfirvalda þar í landi þurfa að sæta 14 daga sóttkví við komuna. 25.8.2020 21:10
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25.8.2020 19:14
Vill að ferðamenn sleppi við sóttkví Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. 25.8.2020 17:54
Ráðherrarnir reyndust ekki smitaðir Niðurstöður úr síðari skimun ráðherra í ríkisstjórn Íslands vegna kórunuveiru reyndust neikvæðar í öllum tilfellum, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 24.8.2020 23:32