Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mann­réttinda­brot, í­þrótta­þvottur og spilling

Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss.

Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar

„Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu.

E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk?

Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið.

Noregur hefur titilvörnina á sigri

Keppni hófst á Evrópumóti kvenna í handbolta í dag. Mótið fer fram í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu en leikið var í A- og B-riðli í fyrst nefnda landinu í kvöld.

Hristov tekur við af Glenn hjá ÍBV

Búlgarinn Todor Hristov er nýr þjálfari kvennaliðs ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hristov er vel kunnugur starfinu í Vestmannaeyjum.

Utan vallar: Er KSÍ að taka brýnt samtal eða blóðuga seðla?

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar í Abú Dabí á sunnudaginn kemur við landslið Sádi-Arabíu og hjálpar Sádum þannig við undirbúning sinn fyrir HM í Katar sem hefst 20. nóvember. Í því samhengi er vert er að spyrja: Hvað liggur þar að baki?

Sjá meira