Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2022 22:01 Jónas Grani Garðarsson hefur starfað í Katar frá árinu 2016. Úr einkasafni Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. Markahrókurinn Jónas Grani Garðarsson sem vann gullskóinn í efstu deild með Fram árið 2007 hefur búið og starfað sem sjúkraþjálfari í Katar frá árinu 2016. Hann segir að kostnaður í kringum mótið sé ýktur. „Þegar kostnaður við HM í Katar er reiknaður, þá reiknar fólk bara með öllu sem er gert. Það er náttúrulega algjört bull og er svo sem í takt við ýmislegt annað sem við heyrum af. Menn hafa nú ekki svitnað mikið norður í Evrópu við að afla sér upplýsinga,“ segir Jónas Grani. Klippa: Íslendingur í Katar ósáttur við umræðuna „Kostnaður við HM sem slíkt er svipaður og við önnur heimsmeistaramót en kostnaðurinn við að breyta Katar og Doha eins og þeir settu sér markmið um árið 1995, hann er gríðarlegur. Heimsmeistaramótið kom bara inn í það plan, það er plan sem heitir Katar 2030,“. „HM er bara einn kafli í þeirri bók,“ segir Jónas Grani. ILO segi Katar geta verið fordæmi Katarar hafa sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindamála en Jónas segir þá gagnrýni í fjölmiðlum á köflum vera óvægna. „Þeir viðurkenna það að ýmislegt hefur farið forgörðum en Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur verið með skrifstofu hérna síðan 2018. Samkvæmt því sem þeir segja, ef einhver myndi taka mark á þeim, til dæmis, þá er þeirra mat að eins og staðið er að hlutum í dag - þá verði Katar fordæmi við næstu stóru keppni.“ „En eins og staðan var 2013-15 og kannski þar á undan, var það ekki. En það þýðir að fyrsta kvörtunin til alþjóðavinnumálastofnunarinnar kom 2013 og svo var komin hingað skrifstofa 2018.“ segir Jónas Grani. Hafi spilað spillingarleikinn líkt og aðrir Katar er sagt hafa keypt mótið en Jónas segir það einnig eiga við um önnur heimsmeistaramót á þessari öld. „Þeir fengu að mér finnst ósanngjarnt kastljós og hafa ekki notið vafans. Ég held það hafi bara verið ein leið til þess að fá þetta hingað og á þessum tíma. Það var bara að sannfæra menn,“ „Eins og flestir aðrir efast ekkert um það að peningar og gjafir fóru á milli, það er bara þannig sem menn fá heimsmeistaramótið, því miður. En þetta er ekki fyrsta mótið sem þú getur sagt að hafi verið keypt,“ segir Jónas Grani. Viðtalið við Jónas Grana má sjá í spilaranum að ofan. HM 2022 í Katar Katar FIFA Íslendingar erlendis Mannréttindi Tengdar fréttir Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Markahrókurinn Jónas Grani Garðarsson sem vann gullskóinn í efstu deild með Fram árið 2007 hefur búið og starfað sem sjúkraþjálfari í Katar frá árinu 2016. Hann segir að kostnaður í kringum mótið sé ýktur. „Þegar kostnaður við HM í Katar er reiknaður, þá reiknar fólk bara með öllu sem er gert. Það er náttúrulega algjört bull og er svo sem í takt við ýmislegt annað sem við heyrum af. Menn hafa nú ekki svitnað mikið norður í Evrópu við að afla sér upplýsinga,“ segir Jónas Grani. Klippa: Íslendingur í Katar ósáttur við umræðuna „Kostnaður við HM sem slíkt er svipaður og við önnur heimsmeistaramót en kostnaðurinn við að breyta Katar og Doha eins og þeir settu sér markmið um árið 1995, hann er gríðarlegur. Heimsmeistaramótið kom bara inn í það plan, það er plan sem heitir Katar 2030,“. „HM er bara einn kafli í þeirri bók,“ segir Jónas Grani. ILO segi Katar geta verið fordæmi Katarar hafa sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindamála en Jónas segir þá gagnrýni í fjölmiðlum á köflum vera óvægna. „Þeir viðurkenna það að ýmislegt hefur farið forgörðum en Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur verið með skrifstofu hérna síðan 2018. Samkvæmt því sem þeir segja, ef einhver myndi taka mark á þeim, til dæmis, þá er þeirra mat að eins og staðið er að hlutum í dag - þá verði Katar fordæmi við næstu stóru keppni.“ „En eins og staðan var 2013-15 og kannski þar á undan, var það ekki. En það þýðir að fyrsta kvörtunin til alþjóðavinnumálastofnunarinnar kom 2013 og svo var komin hingað skrifstofa 2018.“ segir Jónas Grani. Hafi spilað spillingarleikinn líkt og aðrir Katar er sagt hafa keypt mótið en Jónas segir það einnig eiga við um önnur heimsmeistaramót á þessari öld. „Þeir fengu að mér finnst ósanngjarnt kastljós og hafa ekki notið vafans. Ég held það hafi bara verið ein leið til þess að fá þetta hingað og á þessum tíma. Það var bara að sannfæra menn,“ „Eins og flestir aðrir efast ekkert um það að peningar og gjafir fóru á milli, það er bara þannig sem menn fá heimsmeistaramótið, því miður. En þetta er ekki fyrsta mótið sem þú getur sagt að hafi verið keypt,“ segir Jónas Grani. Viðtalið við Jónas Grana má sjá í spilaranum að ofan.
HM 2022 í Katar Katar FIFA Íslendingar erlendis Mannréttindi Tengdar fréttir Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Fleiri fréttir Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sjá meira
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01
Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01
Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn