Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. 3.9.2025 18:01
Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Áætlað er að það takist að endurheimta innan við tvö prósent þeirra fjármuna sem netsvikahrappar hafa af fórnarlömbum sínum og sendir eru úr landi. 31.8.2025 18:11
Boðar sumarveður inn í september Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi. 31.8.2025 13:26
Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gerir ráð fyrir að fleiri fyrirtæki þurfi að ráðast í uppsagnir á næstunni vegna hækkunar veiðigjalda, líkt og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerði fyrir helgi. Mikilvægt sé að halda fiskvinnslunum hér á landi. 31.8.2025 11:47
Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónusu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra og skortir innsæi og næmni. 30.8.2025 18:01
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. 30.8.2025 12:45
Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. 30.8.2025 11:46
Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. 29.8.2025 15:52
„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. 29.8.2025 14:03
Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar, vill meina að fullkominn vafi sé á því hvort áverkarnir sem urðu Hjörleifi Hauk Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða hafi verið til komnir vegna gjörða sakborninga málsins eða lækna á bráðamóttöku Landspítalans. 29.8.2025 13:21