Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2025 22:31 Þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic eru meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndunum. EPA Töluverð hætta er á því að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum hér á landi og komi fölsuðum lyfjum í umferð, að mati sérfræðings. Dæmi eru um að fólk hafi látið lífið við neyslu lyfja sem það keypti á netinu, í því skyni að grennast. Martin Burman fer fyrir samevrópskum vinnuhópi gegn lyfjafölsun, og var meðal ræðumanna á málþingi Lyfjastofnunar í gær um fölsuð lyf. Hann segir þyngdarstjórnunarlyf vera meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndum. „Vandinn er að það fá ekki allir uppáskrift fyrir lyfjunum en vilja þau samt. Núna er mjög auðvelt að finna þau á netinu,“ segir Burman. Á ýmsum vefsíðum megi finna gylliboð um þyngdarstjórnunarlyf, sem séu jafnvel ódýrari en ef þau eru keypt með lyfseðli í apóteki. Oft sé ágóði af sölu á fölsuðum lyfjum notaður til fjármögnunar skipulagðrar glæpastarfsemi. Dæmi séu um að þyngdarstjórnarlyfin séu fölsuð í Svíþjóð og þau flutt til annarra landa. Burman segir hættuna á að fölsuð lyf komi til landsins sannarlega fyrir hendi. Vísir/Lýður Valberg „Nýlega var stórri ólöglegri framleiðslustöð í Svíþjóð lokað og þar var líklega verið að selja fyrir milljónir evra. Efnin voru keypt frá Kína og síðan voru stungulyfjaglös útbúin í yfirgefnu húsi í skóginum.“ Burman segir áhættuna af því að kaupa fölsuð lyf, sem fást almennt í apóteki eftir læknisráði, ekki léttvæga. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur fengið hjartaáfall eftir að hafa keypt lyf við ristruflunum. Fyrir örfáum vikum varð atvik á Bretlandi þar sem kona lést af völdum megrunarlyfs sem hún keypti á naglastofu í stað apóteks. Þetta eru sterk lyf sem ætti aðeins að nota með uppáskrift læknis og það ætti aðeins að kaupa þau í apóteki. Þannig veistu að lyfin eru örugg.“ Fölsuð þyngdarstjórnunarlyf hafa ekki ratað inn á borð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, og Burman veit ekki til þess að slík mál hafi komið upp hér á landi. Eftirspurnin eftir lyfjunum sé þó til staðar hér eins og annars staðar. „Allir í Evrópu vilja grennast og kaupa megrunarlyf. Það er eitthvað sem glæpamenn munu nýta sér. Ég veit ekki hvenær þau berast hingað en hættan er sannarlega fyrir hendi.“ Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Martin Burman fer fyrir samevrópskum vinnuhópi gegn lyfjafölsun, og var meðal ræðumanna á málþingi Lyfjastofnunar í gær um fölsuð lyf. Hann segir þyngdarstjórnunarlyf vera meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndum. „Vandinn er að það fá ekki allir uppáskrift fyrir lyfjunum en vilja þau samt. Núna er mjög auðvelt að finna þau á netinu,“ segir Burman. Á ýmsum vefsíðum megi finna gylliboð um þyngdarstjórnunarlyf, sem séu jafnvel ódýrari en ef þau eru keypt með lyfseðli í apóteki. Oft sé ágóði af sölu á fölsuðum lyfjum notaður til fjármögnunar skipulagðrar glæpastarfsemi. Dæmi séu um að þyngdarstjórnarlyfin séu fölsuð í Svíþjóð og þau flutt til annarra landa. Burman segir hættuna á að fölsuð lyf komi til landsins sannarlega fyrir hendi. Vísir/Lýður Valberg „Nýlega var stórri ólöglegri framleiðslustöð í Svíþjóð lokað og þar var líklega verið að selja fyrir milljónir evra. Efnin voru keypt frá Kína og síðan voru stungulyfjaglös útbúin í yfirgefnu húsi í skóginum.“ Burman segir áhættuna af því að kaupa fölsuð lyf, sem fást almennt í apóteki eftir læknisráði, ekki léttvæga. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur fengið hjartaáfall eftir að hafa keypt lyf við ristruflunum. Fyrir örfáum vikum varð atvik á Bretlandi þar sem kona lést af völdum megrunarlyfs sem hún keypti á naglastofu í stað apóteks. Þetta eru sterk lyf sem ætti aðeins að nota með uppáskrift læknis og það ætti aðeins að kaupa þau í apóteki. Þannig veistu að lyfin eru örugg.“ Fölsuð þyngdarstjórnunarlyf hafa ekki ratað inn á borð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, og Burman veit ekki til þess að slík mál hafi komið upp hér á landi. Eftirspurnin eftir lyfjunum sé þó til staðar hér eins og annars staðar. „Allir í Evrópu vilja grennast og kaupa megrunarlyf. Það er eitthvað sem glæpamenn munu nýta sér. Ég veit ekki hvenær þau berast hingað en hættan er sannarlega fyrir hendi.“
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira