Skjálfti af stærðinni 4,4 norðaustur af Eldeyjarboða Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 mældist 15,6 kílómetra norðaustur af blindskerinu Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg upp úr klukkan tíu í kvöld. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu. 16.10.2022 22:47
Maxwell segist víst hafa verið góð vinkona Andrésar prins Ghislaine Maxwell, sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við að finna og tæla unglingsstúlkur, segist kenna í brjósti um Andrés, bróður Karls III Bretakonungs. Hún segir jafnframt að þau hafi verið góðir vinir, þvert á það sem Andrés heldur fram. 16.10.2022 21:59
Hafði afskipti af ungmennum vegna þjófnaðar en var sjálfur handtekinn Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í dag eftir að hafa haft afskipti af ungmennum sem grunuð voru um þjófnað. 16.10.2022 18:14
Rennslið náð hámarki og lækkar nú hægt Rennsli í Gígjukvísl hefur náð hámarki og fer nú hægt lækkandi. Engin merki eru um gosóróa í Grímsvötnum. 16.10.2022 16:50
Stefnir í aðra umferð í Brasilíu Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast. 2.10.2022 22:51
Bíllinn gjörónýtur en fjölskylduna sakaði ekki Brunavarnir Austur-Húnvetninga fengu útkall frá Neyðarlínu á fimmta tímanum síðdegis í gær, þess efnis að eldur væri laus í díselbíl á þjóðvegi eitt, skammt vestur af Blönduósi. 2.10.2022 20:04
Sinfónían fær óháðan aðila til að skoða mál Árna Heimis Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál er varðar meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar gegn Bjarna Frímanni Bjarnasyni. 2.10.2022 18:48
Konungurinn heldur sig heima eftir ráðleggingar forsætisráðherrans Karl Bretlandskonungur mun ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, sem fram fer í Egyptalandi í næsta mánuði. Ástæðan er sú að forsætisráðherra Bretlands ráðlagði honum að fara ekki. 2.10.2022 16:28
Bein útsending: Seinni dagur Fundar fólksins Fundur fólksins heldur áfram í dag, og hefst dagskrá dagsins klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá deginum í dag. 17.9.2022 10:01
Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16.9.2022 10:00