Hafði afskipti af ungmennum vegna þjófnaðar en var sjálfur handtekinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2022 18:14 Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í dag eftir að hafa haft afskipti af ungmennum sem grunuð voru um þjófnað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni dagsins frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm nú síðdegis. Þar segir að starfsmaðurinn hafi gengið allt of langt í viðbrögðum sínum við meintum þjófnaði ungmennanna. Hann hafi beitt eitt þeirra ofbeldi og haft í hótunum við fleiri. Lögregla er nú með málið til rannsóknar. Hótaði lögreglu vopnaður hnífi Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að einstaklingur vopnaður hníf hafi komið inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu í annarlegu ástandi. Viðkomandi hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við eitthvað, en illa hafi gengið að skilja hvað nákvæmlega hann vildi. „Hafði hann þó í hótunum ef lögregla myndi ekki aðstoða hann myndi hann fara út að meiða fólk. Var hann kærður fyrir hótanir og vistaður vegna þess. Við öryggisleit fannst einnig hnífur á honum,“ segir í skeyti lögreglunnar. Þá var annar maður sem lögregla hafði afskipti af sem fannst hnífur á, en sá hafði ekki viljað fylgja fyrirmælum lögreglu eftir að hafa verið til vandræða í miðbænum. Viðkomandi var einnig handtekinn. Sendiferðabíll fauk Þá brást lögreglan við tveimur tilkynningum um bílveltur. Sú fyrri varð við Kjalarnes þegar sendiferðabíll fauk á annan bíl. Ökumenn beggja bíla voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar á slysadeild. Seinni bílveltan varð í Hvalfirði. Fjórir voru í bílnum en engan sakaði, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni dagsins frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm nú síðdegis. Þar segir að starfsmaðurinn hafi gengið allt of langt í viðbrögðum sínum við meintum þjófnaði ungmennanna. Hann hafi beitt eitt þeirra ofbeldi og haft í hótunum við fleiri. Lögregla er nú með málið til rannsóknar. Hótaði lögreglu vopnaður hnífi Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að einstaklingur vopnaður hníf hafi komið inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu í annarlegu ástandi. Viðkomandi hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við eitthvað, en illa hafi gengið að skilja hvað nákvæmlega hann vildi. „Hafði hann þó í hótunum ef lögregla myndi ekki aðstoða hann myndi hann fara út að meiða fólk. Var hann kærður fyrir hótanir og vistaður vegna þess. Við öryggisleit fannst einnig hnífur á honum,“ segir í skeyti lögreglunnar. Þá var annar maður sem lögregla hafði afskipti af sem fannst hnífur á, en sá hafði ekki viljað fylgja fyrirmælum lögreglu eftir að hafa verið til vandræða í miðbænum. Viðkomandi var einnig handtekinn. Sendiferðabíll fauk Þá brást lögreglan við tveimur tilkynningum um bílveltur. Sú fyrri varð við Kjalarnes þegar sendiferðabíll fauk á annan bíl. Ökumenn beggja bíla voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar á slysadeild. Seinni bílveltan varð í Hvalfirði. Fjórir voru í bílnum en engan sakaði, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira