Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Steinhissa á framkvæmdum í Tryggvagötu

Framkvæmdir við Tryggvagötu í Reykjavík eru þyrnir í augum eins íbúa götunnar, sem einnig rekur þar tvo veitingastaði. Hann segir að hvorki íbúar né rekstraraðilar hafi verið látnir vita af framkvæmdunum fyrr en eftir að þær hófust og er óánægður með Reykjavíkurborg.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Sjö óbreyttir borgarar féllu í árás á stjórnarbyggingu í Mykolaiv í dag og fjöldi manns særðist.

Smith biður Chris Rock af­sökunar á kinn­hestinum

Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi.

Gerður Berndsen er látin

Gerður Berndsen er látin, 74 ára að aldri. Gerður var þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur, sem var myrt við Engihjalla í Kópavogi vorið 2000. Gerður lést í fyrradag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna munu hefja friðarviðræður á ný í vikunni en talið er að þrír úr nefnd Úkraínu hafi verið fórnarlömb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Rússar segjast ætla að meina fólki frá óvinveittum ríkjum aðgang inn í Rússland. Ísland gæti verið eitt þeirra ríkja.

Vaktin: Úkraínski herinn sækir á

Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Sjá meira