Óskar nýr stjórnarformaður Eimskips Óskar Magnússon hefur verið kjörinn nýr formaður stjórnar Eimskips. 17.3.2022 20:52
Fær rétt á bílastæði í Þingholtunum eftir baráttu fyrir dómstólum Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi í dag eignarrétt eiganda íbúðar að bílastæði við íbúðarhús hans í Þingholtunum í Reykjavík. Ágreiningur í málinu sneri að því hvort umrætt bílastæði væri sameign allra eigenda íbúða í húsinu eða hvort hún fylgdi íbúð mannsins. 17.3.2022 20:48
Loks á heimleið eftir langa bið og flutning á hræðilegt hótel Fimmtán kvenna hópur sem lagði af stað í hjólaferð til Spánar fyrir tæpum tveimur vikum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir viðskipti við flugfélagið Vueling. Hópurinn átti að koma heim til Íslands síðasta mánudag en flugi þeirra var ítrekað frestað vegna veðurs. Steininn tók síðan úr í dag þegar flugfélagið flutti hópinn á hótel í skötulíki, mun fjær flugvellinum en hótelið sem hann hafði dvalið á fyrir. 17.3.2022 18:46
Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17.3.2022 17:53
Vaktin: Segja hundruð þúsunda hafa snúið aftur til Úkraínu Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. 17.3.2022 06:52
Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. 28.2.2022 20:53
Farsóttarhúsunum lokað og Gylfi Þór leitar nýrra verkefna Farsóttarhúsum Rauða krossins, sem hýst hafa Covid-smitaða einstaklinga sem ekki hafa getað einangrað sig annars staðar, verður lokað í lok marsmánaðar. Fráfarandi forstöðumaður segist því þurfa að fara að finna sér eitthvað annað að gera. 28.2.2022 20:09
„Neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun komi ekki í veg fyrir móttöku fólks frá Úkraínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir að meint „neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun, sem dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að kynni að teppa aðstöðu fyrir flóttamenn sem hingað kunna að koma frá Úkraínu, muni ekki koma í veg fyrir móttöku flóttafólks. 28.2.2022 18:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Friðarviðræður Úkraínu og Rússlands sem hófust í morgun skiluðu ekki afgerandi niðurstöðu. Sendinefndir landanna undirbúa nú annan fund á næstu dögum. Stjórnvöld í Úkraínu fullyrða að tugir hafi fallið í eldflaugaárás Rússa á næststærstu borg landsins í dag. 28.2.2022 18:01
Vaktin: Forsetinn kallar eftir flugbanni yfir Úkraínu Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Forseti Úkraínu hefur kallað eftir því að flugbanni verði komið á yfir landinu. 28.2.2022 06:13