Strætó út af á Kjalarnesi Bíll á vegum Strætó hafnaði utan vegar á Kjalarnesi í kvöld. 27.2.2022 23:33
Besta saunan í Breiðholtinu Saunan í Breiðholtslaug er sú besta í Reykjavík, samkvæmt úttekt finnska sendiráðsins á Íslandi. 27.2.2022 19:41
Telur nýjasta útspil Pútíns sýna leikaraskap og örvæntingu Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að nýjasta útspil Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, að skipa kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu, endurspegla leikaraskap og örvæntingu af hálfu Pútíns. 27.2.2022 19:03
Úkraínuvaktin: Úkraínuforseti ræðir við leiðtoga vesturlanda og ýjar að ESB-aðild Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27.2.2022 07:31
Sigurbjörg og Dóra leiða Pírata í Kópavogi og Reykjavík Nú liggur fyrir uppröðun á efstu sætum lista Pírata í Reykjavík og Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Dóra Björt Guðjónsdóttir leiðir listann í Reykjavík en Sigurbjörg Erla Egilsdóttir leiðir í Kópavogi. 26.2.2022 16:55
Brjálaðri afléttinganótt en í fyrra Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins. 26.2.2022 15:19
Búast við rússneskum netárásum á Ísland Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja. 26.2.2022 14:18
Mögulegt að Covid hafi mótað djammmenningu Íslendinga Þrátt fyrir mikla eftirvæntingu eftir fyrsta föstudagskvöldinu án takmarkana á næturlífið frá því í sumar fór djammið vel fram í gær að sögn lögreglu. Verkefni hafi verið færri en á venjulegu föstudagskvöldi, fyrir tíma Covid-faraldursins. 26.2.2022 13:25
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður staðan tekin í Úkraínu en miklir bardagar voru háðir í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26.2.2022 11:46
3.372 greindust innanlands í gær Í gær greindust 3.412 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 40 á landamærunum. Það gera 3.372 innanlandssmit sem greindust í gær. 26.2.2022 11:05