Mögulegt að Covid hafi mótað djammmenningu Íslendinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. febrúar 2022 13:25 Þessi mynd var tekin í apríl 2020. Það var talsvert meira mannlíf í miðborginni í gær heldur en þá. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir mikla eftirvæntingu eftir fyrsta föstudagskvöldinu án takmarkana á næturlífið frá því í sumar fór djammið vel fram í gær að sögn lögreglu. Verkefni hafi verið færri en á venjulegu föstudagskvöldi, fyrir tíma Covid-faraldursins. Eins og gefur að skilja ríkti mikil eftirvænting hjá djömmurum landsins eftir gærkvöldinu, enda í fyrsta sinn síðan síðasta sumar sem skemmtanalífinu voru engar skorður settar. Þrátt fyrir það fór nóttin vel fram að allflestu leyti. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur. „Það var nóg af fólki í bænum. Fólk virtist bara vera að skemmta sér og það voru fá verkefni tengd skemmtanalífinu sem lögregla þurfti að skerast í. Þannig að við erum bara, lögreglan er ánægð eftir nóttina,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að reynsla nágrannaríkja Íslands af afléttingum hafi verið sú að verkefnum í tengslum við næturlíf hafi fjölgað. Sú hafi hins vegar ekki reynst raunin í Reykjavík í nótt. „Miðað við venjulegt djammkvöld fyrir Covid, þá eru þetta talsvert færri verkefni heldur en við höfum verið með á slíku kvöldi.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar Vonast eftir sömu stemningu í kvöld Veðrið í gærkvöldi var ekki með besta móti og kann það að hafa haft áhrif á djammvilja Íslendinga, en lögreglan telur annað einnig geta útskýrt hversu rólegt kvöldið var. „Mögulega eftir tvö ár er komin einhvers konar annars konar menning. Ég veit það ekki. En allavega, við vorum með mikinn viðbúnað, lögreglumenn voru mjög sjáanlegir í miðbænum og það voru bara sárafá verkefni sem lögregla þurfti að skerast í sem voru tengd skemmtistöðunum.“ Lögreglan verður með sams konar viðbúnað í miðborginni í kvöld, á öðrum degi djamms, en vonast að sjálfsögðu eftir því að komandi nótt fari jafn vel fram og sú síðasta. „Ef þetta væri alltaf svona, værum við bara sátt hér hjá lögreglunni.“ Fréttastofa var í bænum á fyrsta takmarkalausa djamminu síðan í sumar. Ferðasöguna má sjá hér að neðan. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira
Eins og gefur að skilja ríkti mikil eftirvænting hjá djömmurum landsins eftir gærkvöldinu, enda í fyrsta sinn síðan síðasta sumar sem skemmtanalífinu voru engar skorður settar. Þrátt fyrir það fór nóttin vel fram að allflestu leyti. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur. „Það var nóg af fólki í bænum. Fólk virtist bara vera að skemmta sér og það voru fá verkefni tengd skemmtanalífinu sem lögregla þurfti að skerast í. Þannig að við erum bara, lögreglan er ánægð eftir nóttina,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að reynsla nágrannaríkja Íslands af afléttingum hafi verið sú að verkefnum í tengslum við næturlíf hafi fjölgað. Sú hafi hins vegar ekki reynst raunin í Reykjavík í nótt. „Miðað við venjulegt djammkvöld fyrir Covid, þá eru þetta talsvert færri verkefni heldur en við höfum verið með á slíku kvöldi.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Arnar Vonast eftir sömu stemningu í kvöld Veðrið í gærkvöldi var ekki með besta móti og kann það að hafa haft áhrif á djammvilja Íslendinga, en lögreglan telur annað einnig geta útskýrt hversu rólegt kvöldið var. „Mögulega eftir tvö ár er komin einhvers konar annars konar menning. Ég veit það ekki. En allavega, við vorum með mikinn viðbúnað, lögreglumenn voru mjög sjáanlegir í miðbænum og það voru bara sárafá verkefni sem lögregla þurfti að skerast í sem voru tengd skemmtistöðunum.“ Lögreglan verður með sams konar viðbúnað í miðborginni í kvöld, á öðrum degi djamms, en vonast að sjálfsögðu eftir því að komandi nótt fari jafn vel fram og sú síðasta. „Ef þetta væri alltaf svona, værum við bara sátt hér hjá lögreglunni.“ Fréttastofa var í bænum á fyrsta takmarkalausa djamminu síðan í sumar. Ferðasöguna má sjá hér að neðan.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira