Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að stöðugt greinast fleiri Covid-smitaðir og þá er öldruð kona nú rúmliggjandi á Landspítalanum með farsóttina. Á sama tíma fara þúsundir ferðamanna um Leifsstöð á háannatíma og þar mynduðust miklar biðraðir í morgun. 18.7.2021 18:11
Standa í erfiðum björgunaraðgerðum í Jökultungum Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í dag, auk hálendisvaktar björgunarsveita, vegna konu sem talin er fótbrotin efst í Jökultungum, milli Álftavatns og Hrafntinnuskers á gönguleiðinni Laugavegi. 18.7.2021 17:31
Hjólhýsi brann til kaldra kola Eldur kom upp í hjólhýsi á Smiðjuvegi nú síðdegis. Slökkvistarf stendur yfir en ekki er talin hætta á að eldurinn dreifi úr sér. 18.7.2021 17:14
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17.7.2021 16:56
Sló met í sínu fyrsta Laugavegshlaupi Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37. 17.7.2021 15:45
Banna drónaflug í námunda við bandarískt herskip í Reykjavík Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að leggja bann við flugi dróna og annarra fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði vegna komu bandaríska herskipsins USS Roosevelt hingað til lands. Skipið mun leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn. 17.7.2021 14:26
Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17.7.2021 14:07
Andrew Douglas fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Breski hlauparinn Andrew Douglas kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 4:10:38 nú um klukkan hálf tvö í dag. 17.7.2021 13:51
Segir samfélagsmiðla eiga þátt í „faraldri óbólusettra“ Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að eini faraldurinn sem nú geisar í Bandaríkjunum sé faraldur kórónuveirunnar meðal samlanda hans sem ekki vilji láta bólusetja sig fyrir veirunni. Hann segir athæfi samfélagsmiðlarisa á borð við Facebook spila þar stórt hlutverk. 17.7.2021 13:24
Tólf greindust með veiruna innanlands í gær Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fimm í sóttkví en sjö utan sóttkvíar. 17.7.2021 10:54