Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. Við ræðum við umsjónarmann sóttkvíarhússins í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Víða milt veður í dag

Það er suðvestanátt og milt veður í kortunum í dag. Vindurinn ætti þó að ná sér vel á strik á Norðurlandi og má búast við snörpum vindstrengjum við fjöll þar. Léttskýjað verður á austanverðu landinu en annars skýjað og úrkomulítið fram á kvöld.

Eldur kom upp í kjallara­í­búð

Tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Engin slys urðu á fólki og var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan tíu.

Mættu fyrir opnun til að sjá gosið í góða veðrinu

Þó nokkur fjöldi manns, þó ekki jafn mikill og í gærmorgun, var mættur í biðröð til að komast að gosinu í Geldingadölum þegar lögregla opnaði fyrir umferð um gönguleiðina klukkan sex í morgun. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir veðrið gott og daginn lofa góðu.

Suðri gefur eftir en Norðri gefur í

Lítið lát virðist á hraunrennsli úr gosstöðvunum í Geldingadölum. Mesta breytingin upp á síðkastið er sú að meiri kraftmunur er á virkni úr gígunum tveimur en áður. Gígarnir hafa fengið viðurnefnin Norðri og Suðri, til aðgreiningar.

Sjá meira