Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2.4.2021 13:28
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2.4.2021 13:04
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. Við ræðum við umsjónarmann sóttkvíarhússins í hádegisfréttum Bylgjunnar. 2.4.2021 12:08
Tugir látnir og um tvö hundruð sitja föst eftir lestarslys Minnst 41 hefur látist og hátt í tvö hundruð eru föst í lestargöngum í Taívan eftir að hraðlest fór út af sporinu þar í gær. Tugir eru slasaðir og björgunarfólk reynir hvað það getur að komast að fólkinu. 2.4.2021 09:10
Víða milt veður í dag Það er suðvestanátt og milt veður í kortunum í dag. Vindurinn ætti þó að ná sér vel á strik á Norðurlandi og má búast við snörpum vindstrengjum við fjöll þar. Léttskýjað verður á austanverðu landinu en annars skýjað og úrkomulítið fram á kvöld. 2.4.2021 08:47
Eldur kom upp í kjallaraíbúð Tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Engin slys urðu á fólki og var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan tíu. 2.4.2021 08:38
Mættu fyrir opnun til að sjá gosið í góða veðrinu Þó nokkur fjöldi manns, þó ekki jafn mikill og í gærmorgun, var mættur í biðröð til að komast að gosinu í Geldingadölum þegar lögregla opnaði fyrir umferð um gönguleiðina klukkan sex í morgun. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir veðrið gott og daginn lofa góðu. 2.4.2021 08:25
WHO: Dreifing bóluefna í Evrópu „óásættanlega hæg“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gagnrýnir harðlega bólusetningar í Evrópu, sem stofnunin segir ganga „óásættanlega hægt.“ Stofnunin hefur áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins í álfunni. 1.4.2021 14:26
„Ef ég hefði verið þarna í klukkutíma í viðbót hefði ég frosið til dauða“ Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Pétur, sem var mikill útivistargarpur en hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir 10 árum. Í hlaðvarpinu segir Pétur frá slysinu og þeim erfiðleikum sem á honum dundu í kjölfarið. 1.4.2021 13:31
Suðri gefur eftir en Norðri gefur í Lítið lát virðist á hraunrennsli úr gosstöðvunum í Geldingadölum. Mesta breytingin upp á síðkastið er sú að meiri kraftmunur er á virkni úr gígunum tveimur en áður. Gígarnir hafa fengið viðurnefnin Norðri og Suðri, til aðgreiningar. 1.4.2021 12:14
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent