Andri og Gerður til liðs við aha.is Aha.is hefur ráðið þau Gerði Guðnadóttur og Andra Davíð Pétursson til starfa. Gerður hefur verið ráðin markaðsstjóri og mun bera ábyrgð á markaðsmálum félagsins. Andri hefur verið ráðinn í stöðu tengiliðar við veitingastaði. 30.3.2021 19:19
„Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma“ Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl. 30.3.2021 18:57
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skyldudvöl í fimm daga sóttkví á hóteli mun kosta fimmtíu þúsund krónur. Farþegar úr helmingi allra véla sem lenda á fimmtudag, þegar nýjar reglur taka gildi, þurfa að fara í sóttkví á Fosshótel við Höfðatorg. 30.3.2021 17:56
Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30.3.2021 17:48
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29.3.2021 23:23
„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“ Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu. 29.3.2021 22:00
Ekki allt sem sýnist þó hraun virðist storknað Svokallaðar hrauntjarnir, sem sjá má í hrauninu sem myndast hefur í gosinu í Geldingadölum, myndast vegna gríðarlegs hita hraunsins sem flæðir þar upp úr jörðinni. 29.3.2021 20:55
Þyrla kölluð að gosstöðvunum vegna konu sem slasaðist Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út að Geldingadölum vegna slasaðrar konu við gosstöðvarnar. 29.3.2021 20:02
Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29.3.2021 19:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Þúsundir hafa streymt í Geldingardali til þess að skoða eldgosið og nýtt bílastæði var tekið í notkun í dag til þess að anna mannfjöldanum. Nú eru komin tvö stór bílastæði við veginn. 29.3.2021 18:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent