Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2021 17:48 Landamæraverðir hafa tól til að sannreyna að ferðamenn komi ekki frá rauðum svæðum í gegnum græn. Vísir/Vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. Í dag tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum muni taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi, samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. Dvölin í farsóttarhúsunum verður gjaldfrjáls fyrstu dagana en svo munu þau sem þar dvelja þurfa að greiða 10.000 krónur fyrir nóttina í hverju herbergi. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og segir allar hendur á lofti hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem greint var frá reglugerðinni eftir hádegi í dag. Undirbúa þurfi starfsemina fyrir framkvæmd reglnanna. Hann segir viðbúið að reglurnar muni tefja flæði fólks í gegnum flugvöllinn. „Þetta mun að einhverju leyti gera það, þar sem raunverulega er verið að boða alla sem koma til landsins í sýnatöku. Núna áður, fyrir þessar breytingar voru ákveðnir aðilar undanþegnir sýnatökunni. Það auðvitað flýtti fyrir, en nú fara allir í sýnatöku,“ segir Arngrímur. Fylgjast með hvort fólk skili sér í hús Þeir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum, samkvæmt skilgreiningu Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar, munu þurfa að dvelja í farsóttarhúsum við komuna til landsins. Svæðum er skipt upp eftir nýgengi kórónuveirusmita síðustu 14 daga. Í þeim eldrauðu er smittíðnin hæst, en minnst í þeim sem skilgreind eru sem græn. „Í þeim tilfellum þar sem vélar koma eingöngu þaðan, þá er ferlið einfalt. Fólk fer bara í gegn, í sýnatöku sem leið liggur, og síðan væntanlega í rútum í sóttvarnahótel,“ segir Arngrímur. Þó hafi ekki endanlega verið útfært hvort fólki verði gert að fara í sóttvarnahús með rútu eða hvort það geti farið þangað með öðrum leiðum. Þó verði eftirlit með því hvort fólk skili sér þangað, þar sem allir farþegar séu skráðir. Arngrímur segir þá að ef fólk einfaldlega neiti að dvelja í sóttvarnahúsi sé það í höndum sóttvarnalæknis hvort vista beri viðkomandi í sóttvarnahúsi. Kanna hvort komið sé frá rauðum svæðum Þegar farþegar koma frá öðrum svæðum en rauðum er sérstaklega kannað hvort þeir hafi ferðast í gegnum umrædd svæði, frá þeim rauðu. „Við skoðum sérstaklega þegar vélar koma frá þessum grænni svæðum. Þá förum við yfir farþegalista og könnum hvort viðkomandi hafi einhversstaðar farið yfir landamæri síðustu fjórtán daga frá rauðum svæðum. Það er talsverð vinna í kringum þetta en við þekkjum þetta aðeins frá síðasta sumri, þegar við vorum með þessa litakóðun á löndunum. Þá var eitt af verkefnum okkar að fylgjast með því hvort farþegar væru að stytta sér leið,“ segir Arngrímur. Farþegar skrái sig á brottfararstað, auk þess sem hægt sé að afla upplýsinga hjá farþegum um ferðir þeirra fyrir komuna til Íslands. „Við getum séð ýmislegt hjá þeim. Ef menn eru með GSM-símann með sér og sýna okkur myndir sem teknar voru síðustu daga, þá sjáum við hvar þær voru teknar. Það eru ýmis ráð til, en fyrst og fremst erum við að sækja upplýsingar úr þeim gagnagrunnum sem við höfum og farþegar eru búnir að skrá sig í,“ segir Arngrímur. Hann segist reikna með því að fleiri hendur þurfi á dekk til þess að halda utan um starfsemina á flugvellinum, sem og að manna þurfi sóttvarnahúsin. Ekki liggi fyrir hversu margir muni leggja leið sína til landsins um páskana, þó búast megi við talsverðri umferð. „Farþegatölur breytast mjög fljótt og farþegar í dag eru að kaupa ferðir frekar seint. Degi fyrir flug erum við kannski með nokkuð örugga tölu fyrir næsta dag,“ segir Arngrímur. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Í dag tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum muni taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi, samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. Dvölin í farsóttarhúsunum verður gjaldfrjáls fyrstu dagana en svo munu þau sem þar dvelja þurfa að greiða 10.000 krónur fyrir nóttina í hverju herbergi. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og segir allar hendur á lofti hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem greint var frá reglugerðinni eftir hádegi í dag. Undirbúa þurfi starfsemina fyrir framkvæmd reglnanna. Hann segir viðbúið að reglurnar muni tefja flæði fólks í gegnum flugvöllinn. „Þetta mun að einhverju leyti gera það, þar sem raunverulega er verið að boða alla sem koma til landsins í sýnatöku. Núna áður, fyrir þessar breytingar voru ákveðnir aðilar undanþegnir sýnatökunni. Það auðvitað flýtti fyrir, en nú fara allir í sýnatöku,“ segir Arngrímur. Fylgjast með hvort fólk skili sér í hús Þeir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum, samkvæmt skilgreiningu Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar, munu þurfa að dvelja í farsóttarhúsum við komuna til landsins. Svæðum er skipt upp eftir nýgengi kórónuveirusmita síðustu 14 daga. Í þeim eldrauðu er smittíðnin hæst, en minnst í þeim sem skilgreind eru sem græn. „Í þeim tilfellum þar sem vélar koma eingöngu þaðan, þá er ferlið einfalt. Fólk fer bara í gegn, í sýnatöku sem leið liggur, og síðan væntanlega í rútum í sóttvarnahótel,“ segir Arngrímur. Þó hafi ekki endanlega verið útfært hvort fólki verði gert að fara í sóttvarnahús með rútu eða hvort það geti farið þangað með öðrum leiðum. Þó verði eftirlit með því hvort fólk skili sér þangað, þar sem allir farþegar séu skráðir. Arngrímur segir þá að ef fólk einfaldlega neiti að dvelja í sóttvarnahúsi sé það í höndum sóttvarnalæknis hvort vista beri viðkomandi í sóttvarnahúsi. Kanna hvort komið sé frá rauðum svæðum Þegar farþegar koma frá öðrum svæðum en rauðum er sérstaklega kannað hvort þeir hafi ferðast í gegnum umrædd svæði, frá þeim rauðu. „Við skoðum sérstaklega þegar vélar koma frá þessum grænni svæðum. Þá förum við yfir farþegalista og könnum hvort viðkomandi hafi einhversstaðar farið yfir landamæri síðustu fjórtán daga frá rauðum svæðum. Það er talsverð vinna í kringum þetta en við þekkjum þetta aðeins frá síðasta sumri, þegar við vorum með þessa litakóðun á löndunum. Þá var eitt af verkefnum okkar að fylgjast með því hvort farþegar væru að stytta sér leið,“ segir Arngrímur. Farþegar skrái sig á brottfararstað, auk þess sem hægt sé að afla upplýsinga hjá farþegum um ferðir þeirra fyrir komuna til Íslands. „Við getum séð ýmislegt hjá þeim. Ef menn eru með GSM-símann með sér og sýna okkur myndir sem teknar voru síðustu daga, þá sjáum við hvar þær voru teknar. Það eru ýmis ráð til, en fyrst og fremst erum við að sækja upplýsingar úr þeim gagnagrunnum sem við höfum og farþegar eru búnir að skrá sig í,“ segir Arngrímur. Hann segist reikna með því að fleiri hendur þurfi á dekk til þess að halda utan um starfsemina á flugvellinum, sem og að manna þurfi sóttvarnahúsin. Ekki liggi fyrir hversu margir muni leggja leið sína til landsins um páskana, þó búast megi við talsverðri umferð. „Farþegatölur breytast mjög fljótt og farþegar í dag eru að kaupa ferðir frekar seint. Degi fyrir flug erum við kannski með nokkuð örugga tölu fyrir næsta dag,“ segir Arngrímur.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59
Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30