Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. 30.1.2021 08:30
Allt að fimmtán stiga frost Hryggur frá sterkri hæð yfir Grænlandi heldur smálægðum að mestu frá landinu. Þess vegna er vindur frekar hægur. Þó renna lægðirnar í kring um dálítið hvassari vindi við suðurströndina og einhverjum éljum eða snjókomu í dag eða á morgun. 30.1.2021 08:17
Kafnandi konu bjargað með Heimlich-aðferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk um klukkan hálf tíu í gærkvöldi útkall á veitingahús í miðborg Reykjavíkur vegna konu sem gat ekki andað eftir að matur festist í hálsi hennar. 30.1.2021 08:05
„Hjálpin er á leiðinni“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í Bandaríkjunum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. 21.1.2021 23:30
Trump gæti fengið Facebook-aðganginn aftur Eftirlitsnefnd um stjórnarhætti samfélagsmiðlarisans Facebook mun nú taka fyrir ákvörðun fyrirtækisins um að úthýsa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, af miðlinum. 21.1.2021 20:47
Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21.1.2021 20:12
Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21.1.2021 17:46
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19.1.2021 23:46
Nefndi Biden aldrei á nafn í síðasta ávarpinu sem forseti Donald Trump, sem lætur af embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, segist munu „biðja fyrir velgengni“ Joes Biden, sem tekur við embættinu af honum á morgun. Hvíta húsið birti kveðjuávarp Trumps nú fyrir skömmu. 19.1.2021 21:57
Ósammála um refsingu fyrir að afneita Helförinni Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í dag ásamt fleiri þingmönnum fram frumvarp til laga sem myndu gera það refsivert að afneita Helförinni. Refsingin gæti numið allt að tveggja ára fangelsi. Þingmaður Pírata er mótfallinn frumvarpinu. 19.1.2021 20:52
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent