„Hjálpin er á leiðinni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 23:30 Biden hélt ræðu og svaraði spurningum blaðamanna í Hvíta húsinu í dag. AP Photo/Alex Brando Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í Bandaríkjunum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. AP-fréttastofan fjallar um málið og hefur eftir forsetanum að það muni taka tíma að ná árangri í baráttunni við veiruna. Í dag er fyrsti heili dagur Bidens í embætti, en hann tók við embættinu af Donald Trump í gær. Sá síðarnefndi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki nógu hart og skipulega á faraldrinum. „Við komumst ekki í þessi vandræði á einni nóttu og það mun taka mánuði að snúa stöðunni“ sagði Biden í ræðu í Hvíta húsinu í dag. Yfir fjögur hundruð þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Ekkert ríki heims hefur skráð fleiri dauðsföll í faraldrinum. Biden spáði því að á innan við mánuði gæti alls hálf milljón Bandaríkjamanna legið í valnum vegna veirunnar. „Ég tala við þjóð sem bíður aðgerða, og ég vil tala skýrt: Hjálpin er á leiðinni,“ sagði Biden þá í dag. Kenna starfsliði Trumps um hnökra Meðal þess sem forsetatilskipanir Bidens eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins. Þá mun alríkisstjórnin alfarið sjá um og bera ábyrgð á aðgerðum í baráttunni við faraldurinn, í stað þess að láta hvert ríki fyrir sig sjá um viðbragðsáætlanir líkt og verið hefur síðan faraldurinn hófst. Starfsmenn Bidens og ráðgjafar segja fólk á vegum Donalds Trump, fráfarandi forseta, hafa verið ósamvinnuþýtt við valdaskiptin. Það hafi hægt á ferlinu og gæti valdið hnökrum í átaki forsetans til að takast á við Covid-19. Til að mynda segir fólk á vegum forsetans að forveri hans hafi ekki skilið eftir sig neitt sem hjálpaði til við að skilja áætlanir hans um dreifingu bóluefnis, en mörg ríki Bandaríkjanna hafa kvartað vegna skorts á bóluefni og annmarka á dreifingu. Biden skrifar undir eina af forsetatilskipunum sínum varðandi kórónuveirufaraldurinn. Í baksýn má sjá Kamölu Harris varaforseta og Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna.AP Photo/Alex Brandon Hundrað milljónir á hundrað dögum Biden hefur einnig sett sér það markmið að koma því til leiðar að búið verði að bólusetja hundrað milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu hundrað dögum hans í embætti, eða fyrir lok apríl næstkomandi. Samkvæmt AP telja einhverjir sérfræðingar að ríkisstjórn Bidens ætti að geta bólusett tvöfalt, jafnvel þrefalt, fleiri en hundrað milljónir á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Það eru vonbrigði hve markið er sett lágt,“ hefur AP eftir lýðheilsusérfræðingnum og lækninum Dr. Leana Wen um hundrað milljóna bólusetningarmarkmið forsetans. Þegar Biden var spurður út í það hvort markið væri sett of lágt í bólusetningarmálum sagði hann ekki svo vera. „Þegar ég tilkynnti þetta [markmiðið] þá sögðuð þið öll [fréttamenn] að þetta væri ekki hægt. Ekki vera með þetta,“ sagði Biden. Eitt þúsund og níu hundruð milljarðar Biden hyggst þá leggja frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka fyrir Bandaríkjaþing. Pakkanum er ætlað að örva efnahag Bandaríkjanna í kjölfar þess mikla höggs sem faraldurinn hefur valdið. Meðal þess sem finna má í frumvarpinu er fjárveiting til þess að senda öllum Bandaríkjamönnum 1.400 dollara eingreiðslu, eða um 180 þúsund krónur. Þá er áætlað að 440 milljarðar dollara fari í stuðning við lítil fyrirtæki, 160 milljarðar í að auka skimunargetu við kórónuveirunni og 170 milljarðar fari í átak til að opna háskóla og aðrar menntastofnanir á sem öruggastan hátt. Ekki liggur fyrir hvort frumvarpið mun njóta nægilegs stuðnings í þinginu, þá einkum og sér í lagi meðal Repúblikana. Demókratar eru þó með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá hefur forsetinn látið setja saman sérstakt heilbrigðisréttlætisráð (e. Healt Equity Task Force). Því er ætlað að tryggja að minnihlutahópar og afskipt samfélög, sem annars yrðu eftir og fengju ekki aðstoð, verði gripin af aðgerðum stjórnvalda. Dánartíðni vegna Covid-19 er hærri hjá svörtu fólki, fólki af rómansk-amerískum uppruna og frumbyggjum, eftir því sem fram kemur hjá AP. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
AP-fréttastofan fjallar um málið og hefur eftir forsetanum að það muni taka tíma að ná árangri í baráttunni við veiruna. Í dag er fyrsti heili dagur Bidens í embætti, en hann tók við embættinu af Donald Trump í gær. Sá síðarnefndi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki nógu hart og skipulega á faraldrinum. „Við komumst ekki í þessi vandræði á einni nóttu og það mun taka mánuði að snúa stöðunni“ sagði Biden í ræðu í Hvíta húsinu í dag. Yfir fjögur hundruð þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Ekkert ríki heims hefur skráð fleiri dauðsföll í faraldrinum. Biden spáði því að á innan við mánuði gæti alls hálf milljón Bandaríkjamanna legið í valnum vegna veirunnar. „Ég tala við þjóð sem bíður aðgerða, og ég vil tala skýrt: Hjálpin er á leiðinni,“ sagði Biden þá í dag. Kenna starfsliði Trumps um hnökra Meðal þess sem forsetatilskipanir Bidens eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins. Þá mun alríkisstjórnin alfarið sjá um og bera ábyrgð á aðgerðum í baráttunni við faraldurinn, í stað þess að láta hvert ríki fyrir sig sjá um viðbragðsáætlanir líkt og verið hefur síðan faraldurinn hófst. Starfsmenn Bidens og ráðgjafar segja fólk á vegum Donalds Trump, fráfarandi forseta, hafa verið ósamvinnuþýtt við valdaskiptin. Það hafi hægt á ferlinu og gæti valdið hnökrum í átaki forsetans til að takast á við Covid-19. Til að mynda segir fólk á vegum forsetans að forveri hans hafi ekki skilið eftir sig neitt sem hjálpaði til við að skilja áætlanir hans um dreifingu bóluefnis, en mörg ríki Bandaríkjanna hafa kvartað vegna skorts á bóluefni og annmarka á dreifingu. Biden skrifar undir eina af forsetatilskipunum sínum varðandi kórónuveirufaraldurinn. Í baksýn má sjá Kamölu Harris varaforseta og Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna.AP Photo/Alex Brandon Hundrað milljónir á hundrað dögum Biden hefur einnig sett sér það markmið að koma því til leiðar að búið verði að bólusetja hundrað milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu hundrað dögum hans í embætti, eða fyrir lok apríl næstkomandi. Samkvæmt AP telja einhverjir sérfræðingar að ríkisstjórn Bidens ætti að geta bólusett tvöfalt, jafnvel þrefalt, fleiri en hundrað milljónir á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Það eru vonbrigði hve markið er sett lágt,“ hefur AP eftir lýðheilsusérfræðingnum og lækninum Dr. Leana Wen um hundrað milljóna bólusetningarmarkmið forsetans. Þegar Biden var spurður út í það hvort markið væri sett of lágt í bólusetningarmálum sagði hann ekki svo vera. „Þegar ég tilkynnti þetta [markmiðið] þá sögðuð þið öll [fréttamenn] að þetta væri ekki hægt. Ekki vera með þetta,“ sagði Biden. Eitt þúsund og níu hundruð milljarðar Biden hyggst þá leggja frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka fyrir Bandaríkjaþing. Pakkanum er ætlað að örva efnahag Bandaríkjanna í kjölfar þess mikla höggs sem faraldurinn hefur valdið. Meðal þess sem finna má í frumvarpinu er fjárveiting til þess að senda öllum Bandaríkjamönnum 1.400 dollara eingreiðslu, eða um 180 þúsund krónur. Þá er áætlað að 440 milljarðar dollara fari í stuðning við lítil fyrirtæki, 160 milljarðar í að auka skimunargetu við kórónuveirunni og 170 milljarðar fari í átak til að opna háskóla og aðrar menntastofnanir á sem öruggastan hátt. Ekki liggur fyrir hvort frumvarpið mun njóta nægilegs stuðnings í þinginu, þá einkum og sér í lagi meðal Repúblikana. Demókratar eru þó með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá hefur forsetinn látið setja saman sérstakt heilbrigðisréttlætisráð (e. Healt Equity Task Force). Því er ætlað að tryggja að minnihlutahópar og afskipt samfélög, sem annars yrðu eftir og fengju ekki aðstoð, verði gripin af aðgerðum stjórnvalda. Dánartíðni vegna Covid-19 er hærri hjá svörtu fólki, fólki af rómansk-amerískum uppruna og frumbyggjum, eftir því sem fram kemur hjá AP.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33 Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Biden gefur í gegn veirunni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. 21. janúar 2021 15:33
Biden þegar byrjaður að snúa við ákvörðunum Trumps Joe Biden skrifaði undir sínar fyrstu forsetatilskipanir í dag, fljótlega eftir að hann steig í fyrsta sinn inn á skrifstofu forseta í Hvíta húsinu eftir að hafa tekið við embætti forseta. Hann sagði tilskipanirnar vera „djarfar“ og að þær snúist um að uppfylla loforð hans gagnvart Bandarísku þjóðinni. 20. janúar 2021 22:47