Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Sex ára drengur hryggbrotnaði eftir fall úr leikkastala

Hrönn Óskarsdóttir, móðir sex ára drengs sem brotnaði á hryggjarlið þegar hann féll úr kastala á skólalóð Snælandsskóla, segist hafa talið leiktæki á skólalóðum öruggari en raun ber vitni. Leiktækið sem um ræðir væri líklega óleyfilegt samkvæmt evrópskum stöðlum ef það væri ekki selt í einu lagi.

Matvælastofnun fylgist með útbreiðslu fuglaflensu

Fuglaflensa hefur breiðst víða um Evrópu að undanförnu og fylgist Matvælastofnun stöðugt með þróun mála og metur áhættu fyrir Ísland. Í tilkynningu frá stofnuninni eru fuglaeigendur hvattir til að huga ávallt vel að smitvörnum og búa sig undir þann möguleika að skipað verði fyrir um sérstakar smitvarnaráðstafanir.

Auka­kosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi for­setann

Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki.

Tanya Roberts ranglega sögð látin

Fréttir af andláti bandarísku leikkonunnar og fyrirsætunnar Tönyu Roberts eru stórlega ýktar. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi ranglega frá andláti hennar í gær og hafði eftir talsmanni hennar.

Útgöngubann á Englandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni.

Til skoðunar að helminga bólu­efna­skammta

Bandarísk stjórnvöld eru nú með það til skoðunar að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna við Covid-19, með það að markmiði að hraða bólusetningarferlinu vestanhafs.

Sjá meira