Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26.12.2020 20:18
Leituðu að kajakræðara en fundu bara hvali Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á Akureyri leituðu í meira en tvær klukkustundir að kajakræðara sem talið var að hefði lent í vandræðum í sjónum milli Akureyrar og Svalbarðsstrandar í dag. Talið er að um missýn hafi verið að ræða, þar sem mikið var um hvali á svæðinu. 26.12.2020 18:39
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Píratar segjast ætla að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins gegn því að gengið verði til kosninga vor. 26.12.2020 17:59
Kínverska hagkerfið verði það stærsta í heimi 2028 Hagkerfi Kína mun taka fram úr því bandaríska árið 2028 og verður þá það stærsta í heimi, samkvæmt spá CEBR, breskrar rannsóknarmiðstöðvar um hagfræði og viðskipti. Fyrra spálíkan hafði gert ráð fyrir að Kína ætti stærsta hagkerfi heims árið 2033, en faraldur kórónuveiru er sagður munu flýta því. 26.12.2020 17:31
Brexit-samningur í höfn Samkomulag um útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu er í höfn eftir að samninganefndir Evrópusambandsins og Breta náðu samkomulagi í dag. 24.12.2020 15:07
„Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að hann hafi hafið samskipti sín við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer án þess að ræða við sóttvarnalækni „og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur.“ 24.12.2020 14:11
Svandís segir sóttvarnaráðstafanir til þess að fara eftir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vildi ekki tjá sig sérstaklega um mál Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Bjarni var í gærkvöldi viðstaddur samkomu í Ásmundarsal sem lögregla leysti upp vegna brota á samkomutakmörkunum. 24.12.2020 14:00
Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24.12.2020 12:24
Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24.12.2020 12:09
Fréttatími Stöðvar 2 Fréttatími Stöðvar 2 í dag er klukkan tólf á hádegi. Fréttirnar verða sagðar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og að sjálfsögðu á Vísi. 24.12.2020 11:44