Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Píratar segjast ætla að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins gegn því að gengið verði til kosninga vor.

Þetta sé þeirra sáttatillaga eftir að fjármálaráðherra var gripinn í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp vegna brota á fjöldatakmörkunum. Við segjum frá þessum í kvöldfréttum okkar á Stöð 2.

Þar ræðum við einnig við formann Framsóknarflokksins sem varð fyrir vonbrigðum að heyra af veru formanns Sjálfstæðisflokksins í samkvæminu í Ásmundarsal en styður hann þó áfram í embætti.

Þá heyrum við hljóðið í Seyðfirðingum sem eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust frá aurskriðunum sem féllu þar í síðustu viku. Þeir ætla að fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld.

Ekki missa af kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og að sjálfsögðu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×