Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19.7.2020 22:26
Trump gefur ekki upp hvort hann myndi taka tapi í kosningunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar að staðfesta eða hafna því að hann muni taka tapi, komi til þess að hann vinni ekki bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember á þessu ári. 19.7.2020 20:21
Mikilvægt að málin séu leyst við samningaborðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ánægjulegt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi náð saman og ritað undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í nótt. 19.7.2020 18:09
„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19.7.2020 03:18
Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19.7.2020 03:06
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19.7.2020 02:42
Fundur Icelandair og flugfreyja teygir sig inn í sunnudaginn Enn er fundað í Karphúsinu. 19.7.2020 00:30
Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring Kórónuveirusmitum á heimsvísu hefur aldrei fjölgað jafn mikið og síðasta sólarhring, samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á 24 klukkustundum hafa 259.848 greinst með veiruna. 18.7.2020 22:09
„Tilraun til þess að lögskýra burt samnings- og verkfallsrétt launafólks“ Í yfirlýsingu frá Alþýðusambandi Íslands er málflutningi sérfræðings í vinnurétti, sem telur að ákvörðun Icelandair um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum sínum hafi verið lögleg, hafnað. 18.7.2020 21:55
Segir „grimmilega aðför“ Icelandair að FFÍ óskiljanlegan afleik Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, birtir í dag Facebook-færslu þar sem hún segir að það sem hún kallar „grimmilega aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands“ sé óskiljanlegur afleikur og mistök. 18.7.2020 20:09