Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga

Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag.

Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun.

Þetta eru mennirnir sem lögreglan lýsir eftir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti rétt í þessu Facebook-færslu þar sem birtar eru myndir af tveimur þeirra þriggja manna sem lýst er eftir vegna gruns um að þeir séu smitaðir af kórónuveirunni.

Pólland segist hafa ráðist óvart inn í Tékkland

Pólsk stjórnvöld hafa viðurkennt að vopnaðir hermenn á þeirra vegum hafi í síðasta mánuði tekið sér stöðu innan landamæra Tékklands, og þannig „ráðist óvart“ inn í landið. Varnarmálaráðuneyti Póllands segir að um misskilning hafi verið að ræða.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 við Grindavík

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð á níunda tímanum í kvöld um 3,7 kílómetrum norður af Grindavík. Mælingar benda til þess að landris sé hafið við fjallið Þorbjörn að nýju.

Sjá meira