Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 14. júní 2020 19:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun, þegar búið verði að reyna allar leiðir til að komast í samband við mennina. Víðir segir að tengsl sex einstaklinga við hópinn sem fjallað var um í gær og dag, hafi komið í ljós við rannsókn málsins. „Við fórum að rannsaka dvalarstað þar sem hópur Rúmena hafði skráð sig í sóttkví, þeir voru ekki þar og við erum að leita þeirra vegna brots á sóttkví,“ segir Víðir og segir að tengslin felist í samskiptum milli hópanna tveggja. Hann segir þá að aðallega sé hópsins leitað vegna brots á sóttkví, þar sem mennirnir komu til landsins fyrir fáeinum dögum og eigi því að vera í sóttkví. Þó sé hópurinn mögulega útsettur fyrir smiti. „Fyrst og fremst erum við að leita að þeim út af broti á sóttkvínni en ef þeir hafa verið í samskiptum við hinn hópinn þá eru þeir útsettir fyrir smiti. Það er mjög mikilvægt að við náum tali af þeim og ræðum málin við þá.“ Víðir segist líta málið afar alvarlegum augum, og að því verði tekið með mikilli festu. Hann segir að mögulega þurfi að lýsa eftir fólkinu sem nú er leitað, en í gærkvöldi lýsti lögreglan eftir þremur mönnum sem nú hafa allir fundist. „Það er hugsanlegt að við gerum það. Við erum bara að kanna hvort það náist í þá, hvort þeir svari þeim símum og annað sem við höfum hjá þeim. Það verður bara að koma í ljós í kvöld eða fyrramálið hvort við lýsum eftir þeim.“ Víðir segir mennina alla hafa skráð að þeir ætluðu að verja sóttkvínni, sem þeir eru taldir hafa brotið, í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir sem lýst var eftir ekki reynst samvinnuþýðir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra, segir mennina sem lýst var eftir í gær og hefur nú verið komið fyrir í sóttkví við Rauðarárstíg, ekki hafa verið samvinnuþýða við rannsókn málsins. „Þeir hafa ekki verið mjög hjálplegir gagnvart smitrakningunni og heldur ekki að gefa upp ferðir sínar. Við höfum bara þessar upplýsingar að þeir komu í gegn um Keflavík, þeir hafa verið á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi,“ segir Rögnvaldur. Smitrakning hafi gengið erfiðlega. Unnið sé út frá því þýfi sem fannst í fórum fólksins og miðað við það hafi þau farið víða. „Það eru vísbendingar um að þeir hafi komið til landsins í þessum tilgangi, að stunda brotastarfsemi þannig það er líklegt að þeir hafi farið á fleiri staði í þeim tilgangi.“ Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að senda smitaða úr landi Þriðji maðurinn sem leitað var að í allan dag fannst á fimmta tímanum í framhaldi af ábendingu. Hann hafði verið í húsnæði í Reykjavík og verður yfirheyrður og sendur í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hægt að útiloka að upp komi hópsýkingar vegna málsins. „Við vitum ekki hvernig þeir hafa verið í samskiptum við Íslendinga til þessa en ég býst nú kannski við að þeir hafi ekki verið í miklum samskiptum en þó veit ég ekki en ég vona svo sannarlega að svo sé ekki,“ segir Þórólfur. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki sem brýtur lög um sóttvarnir úr landi og er það til skoðunar. „Við getum ekki vísað smituðu fólki úr landi. Við getum hins vegar vísað fólki sem er í sóttkví og er ekki með smit út landi,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Mennirnir tveir ekki smitaðir Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 14. júní 2020 15:17 Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun, þegar búið verði að reyna allar leiðir til að komast í samband við mennina. Víðir segir að tengsl sex einstaklinga við hópinn sem fjallað var um í gær og dag, hafi komið í ljós við rannsókn málsins. „Við fórum að rannsaka dvalarstað þar sem hópur Rúmena hafði skráð sig í sóttkví, þeir voru ekki þar og við erum að leita þeirra vegna brots á sóttkví,“ segir Víðir og segir að tengslin felist í samskiptum milli hópanna tveggja. Hann segir þá að aðallega sé hópsins leitað vegna brots á sóttkví, þar sem mennirnir komu til landsins fyrir fáeinum dögum og eigi því að vera í sóttkví. Þó sé hópurinn mögulega útsettur fyrir smiti. „Fyrst og fremst erum við að leita að þeim út af broti á sóttkvínni en ef þeir hafa verið í samskiptum við hinn hópinn þá eru þeir útsettir fyrir smiti. Það er mjög mikilvægt að við náum tali af þeim og ræðum málin við þá.“ Víðir segist líta málið afar alvarlegum augum, og að því verði tekið með mikilli festu. Hann segir að mögulega þurfi að lýsa eftir fólkinu sem nú er leitað, en í gærkvöldi lýsti lögreglan eftir þremur mönnum sem nú hafa allir fundist. „Það er hugsanlegt að við gerum það. Við erum bara að kanna hvort það náist í þá, hvort þeir svari þeim símum og annað sem við höfum hjá þeim. Það verður bara að koma í ljós í kvöld eða fyrramálið hvort við lýsum eftir þeim.“ Víðir segir mennina alla hafa skráð að þeir ætluðu að verja sóttkvínni, sem þeir eru taldir hafa brotið, í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir sem lýst var eftir ekki reynst samvinnuþýðir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra, segir mennina sem lýst var eftir í gær og hefur nú verið komið fyrir í sóttkví við Rauðarárstíg, ekki hafa verið samvinnuþýða við rannsókn málsins. „Þeir hafa ekki verið mjög hjálplegir gagnvart smitrakningunni og heldur ekki að gefa upp ferðir sínar. Við höfum bara þessar upplýsingar að þeir komu í gegn um Keflavík, þeir hafa verið á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi,“ segir Rögnvaldur. Smitrakning hafi gengið erfiðlega. Unnið sé út frá því þýfi sem fannst í fórum fólksins og miðað við það hafi þau farið víða. „Það eru vísbendingar um að þeir hafi komið til landsins í þessum tilgangi, að stunda brotastarfsemi þannig það er líklegt að þeir hafi farið á fleiri staði í þeim tilgangi.“ Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að senda smitaða úr landi Þriðji maðurinn sem leitað var að í allan dag fannst á fimmta tímanum í framhaldi af ábendingu. Hann hafði verið í húsnæði í Reykjavík og verður yfirheyrður og sendur í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hægt að útiloka að upp komi hópsýkingar vegna málsins. „Við vitum ekki hvernig þeir hafa verið í samskiptum við Íslendinga til þessa en ég býst nú kannski við að þeir hafi ekki verið í miklum samskiptum en þó veit ég ekki en ég vona svo sannarlega að svo sé ekki,“ segir Þórólfur. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki sem brýtur lög um sóttvarnir úr landi og er það til skoðunar. „Við getum ekki vísað smituðu fólki úr landi. Við getum hins vegar vísað fólki sem er í sóttkví og er ekki með smit út landi,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Mennirnir tveir ekki smitaðir Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 14. júní 2020 15:17 Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50
Mennirnir tveir ekki smitaðir Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 14. júní 2020 15:17
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40