Báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni Lögregla telur sig vita hverjum báturinn og bakpokinn tilheyrðu. 11.8.2019 09:26
Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11.8.2019 08:48
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11.8.2019 08:08
Handtóku berfættan mann í sjúkrahúsfötum í Laugardalnum Rétt upp úr klukkan sjö í gærkvöldi handtók Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mann í annarlegu ástandi í Laugardalnum. Sá var klæddur hvítum sjúkrahúsfötum og berfættur. 11.8.2019 07:35
Ekki skylda að mæta í röðina við Laugardalshöll Snemm-innritun er aðeins hugsuð fyrir stóra hópa sem ætla ekk inn á tónleika Eds Sheeran á sama tíma en keyptu miða saman. Armbandið sem fæst við innritun er ekki nauðsynlegt til þess að komast á tónleikana. Miði er nóg. 10.8.2019 14:52
Annað barnanna mest slasað Einstaklingarnir fjórir sem fluttir voru með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi í Eldhrauni í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn. Um var að ræða hjón með tvö börn. 10.8.2019 14:17
Ed Sheeran: Söngelskur tómatsósuunnandi og hjartaknúsari af guðs náð Hinn enski Ed Sheeran mun troða upp fyrir troðfullum Laugardalsvelli í kvöld. Hann elskar tómatsósu, hefur leikið í Game of Thrones og virkar eins og fínasti náungi. 10.8.2019 13:15
Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10.8.2019 08:55
Slökkvilið kallað að Háskólanum í Reykjavík í nótt Rýma þurfti Háskólann í Reykjavík í nótt vegna reyks sem upp kom upp í tæknistofu skólans, en í nótt fór fram árlegt LAN-mót á vegum skólans. 10.8.2019 08:21
Látin laus gegn því að hún færi heim að leggja sig Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt hafði lögreglan afskipti af og handtók konu á skemmtistað í miðborginni. Sú hafði gerst uppvís að því að veitast að dyravörðum og gestum staðarins. 10.8.2019 08:12