Borgarstjóri vísar skrifum Hringbrautar til föðurhúsanna Hringbraut gerði að því skóna að Dagur B. Eggertsson hafi fengið gefins miða á Secret Solstice fyrir hátt í hálfa milljón króna. 17.7.2019 12:00
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17.7.2019 10:26
Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17.7.2019 08:40
Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. 17.7.2019 08:03
Stórskotalið á væntanlegri plötu Beyoncé Jay-Z, Childish Gambino og Kendrick Lamar koma allir fram á væntanlegri plötu söngkonunnar sívinsælu. 16.7.2019 16:45
Reðurristur fjarlægðar úr hlíðum Helgafells Landvörður í Reykjanesfólkvangi segir skemmdarverk sem unnin voru með kroti í hlíðar Helgafells í síðasta mánuði hafa fyllt mælinn og þolinmæði gagnvart slíkum náttúruspjöllum sé nú á þrotum. Í dag og í gær unnu hópar fólks að því að afmá ummerki um skemmdarverkin. 16.7.2019 15:00
Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16.7.2019 13:27
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16.7.2019 12:00
Varaforsetinn ver aðstæður barna og fjölskyldna á landamærastöðvum Mike Pence segir þær aðstæður sem boðið er upp á á landamærastöðvum vera alúðlegar. 14.7.2019 23:49
Flýta malbikun fyrir á fimmta hundrað milljóna Vegagerðin ætlar að flýta viðhaldsverkefnum á borð við malbikun fyrir um 430 milljónir króna á árinu. Til stóð að farið yrði í verkefnin á næsta ári. 14.7.2019 22:10