Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína

Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans.

Spyr hvort vinstrimenn hefðu fengið aðra meðferð í Klaustursmálinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem því er velt upp hvort afleiðingar Klaustursmálsins hefðu orðið aðrar ef þingmennirnir sex sem náðust á upptöku hefðu tilheyrt þingflokki Samfylkingar og Vinstri grænna.

Trump tilkynnir um fráhvarf innanríkisráðherra

Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun láta af störfum í lok þessa árs. Þetta tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag og bætti við að arftaki Zinke verði tilkynntur í næstu viku.

Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda

Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima.

Segja mótun menntastefnu miða vel

Um það bil 1800 manns tóku þátt í fundaröð mennta- og menningarmálaráðuneytisins um mótun nýrrar menntastefnu sem gilda á til ársins 2030. Fundirnir í röðinni voru 23 talsins og fóru fram víðs vegar um landið.

Sjá meira