Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16.12.2018 16:47
Spyr hvort vinstrimenn hefðu fengið aðra meðferð í Klaustursmálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem því er velt upp hvort afleiðingar Klaustursmálsins hefðu orðið aðrar ef þingmennirnir sex sem náðust á upptöku hefðu tilheyrt þingflokki Samfylkingar og Vinstri grænna. 16.12.2018 15:32
Rúmlega 40 særðust í sprengingu í Japan Stór sprenging varð í dag á veitingastað í borginni Sapporo í norðurhluta Japans. 42 eru særðir, þar af einn alvarlega. 16.12.2018 14:15
Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16.12.2018 13:19
Nýr starfsmannnastjóri Hvíta hússins kallaði Trump „hræðilega manneskju“ Mick Mulvaney, sem tekur við starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins í byrjun næsta árs, sagði rétt áður en Donald Trump náði kjöri til embættis Bandaríkjaforseta að Trump væri "hræðileg manneskja.“ 15.12.2018 19:45
Fordæmdi sjálfsvíg í útför drengs sem tók eigið líf Foreldrar drengs sem féll fyrir eigin hendi hafa kvartað til kirkjunnar yfir framferði prestsins sem jarðsetti son þeirra. Þau segja hann hafa gagnrýnt drenginn fyrir að hafa tekið eigið líf. 15.12.2018 17:33
Trump tilkynnir um fráhvarf innanríkisráðherra Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun láta af störfum í lok þessa árs. Þetta tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag og bætti við að arftaki Zinke verði tilkynntur í næstu viku. 15.12.2018 16:15
Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15.12.2018 13:41
Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. 15.12.2018 11:44
Segja mótun menntastefnu miða vel Um það bil 1800 manns tóku þátt í fundaröð mennta- og menningarmálaráðuneytisins um mótun nýrrar menntastefnu sem gilda á til ársins 2030. Fundirnir í röðinni voru 23 talsins og fóru fram víðs vegar um landið. 15.12.2018 10:59