Gulvestungar hundsa tilmæli stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. desember 2018 11:44 Mótmælendur klæddir gulum vestum hafa valdið miklum usla víðs vegar um Frakkland síðsutu vikurnar. Etienne De Malglaive/Getty Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. Mikill viðbúnaður er á götum Parísar vegna mótmælanna. Þúsundir lögreglumanna hafa verið ræstar út og tugir mótmælenda hafa nú þegar verið handteknir. Þá hefur ýmsum verslunum og söfnum í frönsku höfuðborginni verið lokað vegna óeirðanna. Eiffel-turninn og Louvre-safnið, þekktustu ferðamannastaðir Parísar, verða þó að óbreyttu aðgengileg almenningi í dag. Mótmæli gulvestunganna hafa vakið heimsathygli, en upphaflega beindust mótmæli þeirra að hækkuðum álögum á eldsneyti en fljótlega breyttist tónn mótmælanna og þróaðist út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og bættust þá fleiri í hóp þeirra. Nú virðist hins vegar vera að draga úr fjölda mótmælenda en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir tugir manna verið handteknir í dag samanborið við þau 300 sem höfðu verið tekin föst vegna mótmælanna á sama tíma síðustu helgi. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur nú þegar brugðist við óánægju mótmælenda með því að draga til baka áform sín um að hækka eldsneytisskatt. Þá hefur hann lofað því að hækka lágmarkslaun um hundrað evrur, eða um 14 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem hann hefur lofað skattaafslætti fyrir ellilífeyrisþega. Loforð forsetans virðast hafa sefað stóran hluta mótmælenda en þrátt fyrir það eru enn einhverjir sem telja stjórnvöld ekki hafa mætt kröfum mótmælenda á fullnægjandi hátt. Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Franskir mótmælendur, kenndir við gul vesti, söfnuðust í dag saman á Champs-Elysées, helstu breiðgötu Parísar, fimmtu helgina í röð þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda til þeirra um að halda sig heima. Mikill viðbúnaður er á götum Parísar vegna mótmælanna. Þúsundir lögreglumanna hafa verið ræstar út og tugir mótmælenda hafa nú þegar verið handteknir. Þá hefur ýmsum verslunum og söfnum í frönsku höfuðborginni verið lokað vegna óeirðanna. Eiffel-turninn og Louvre-safnið, þekktustu ferðamannastaðir Parísar, verða þó að óbreyttu aðgengileg almenningi í dag. Mótmæli gulvestunganna hafa vakið heimsathygli, en upphaflega beindust mótmæli þeirra að hækkuðum álögum á eldsneyti en fljótlega breyttist tónn mótmælanna og þróaðist út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar Macrons og bættust þá fleiri í hóp þeirra. Nú virðist hins vegar vera að draga úr fjölda mótmælenda en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir tugir manna verið handteknir í dag samanborið við þau 300 sem höfðu verið tekin föst vegna mótmælanna á sama tíma síðustu helgi. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur nú þegar brugðist við óánægju mótmælenda með því að draga til baka áform sín um að hækka eldsneytisskatt. Þá hefur hann lofað því að hækka lágmarkslaun um hundrað evrur, eða um 14 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem hann hefur lofað skattaafslætti fyrir ellilífeyrisþega. Loforð forsetans virðast hafa sefað stóran hluta mótmælenda en þrátt fyrir það eru enn einhverjir sem telja stjórnvöld ekki hafa mætt kröfum mótmælenda á fullnægjandi hátt.
Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50
Tilslakanir Macrons munu stórauka fjárlagahallann Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. 11. desember 2018 19:46
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila