Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. 8.12.2018 10:30
Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8.12.2018 00:05
Trump úthúðar fyrrum utanríkisráðherra á Twitter Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi í kvöld frá sér tíst þar sem hann fór ófögrum orðum um Rex Tillerson, fyrrum utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7.12.2018 22:11
Sigmundur segir Ingu fara með rangt mál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. 7.12.2018 21:30
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7.12.2018 18:45
Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7.12.2018 17:32
Agndofa yfir lendingu Icelandair-vélar Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. 3.12.2018 23:40
Bað bestu knattspyrnukonu heims um að „twerka“ Plötusnúðurinn Martin Solveig hefur vakið reiði og hneykslan meðal margs knattspyrnuáhugafólks fyrir að biðja knattspyrnukonuna Ödu Hegerberg um að "twerka“ eftir að hún tók við Gullknettinum og var þar með krýnd besta knattspyrnukona heims. 3.12.2018 22:13
Forseti Alþingis segir engin bein viðurlög við brotum þingmanna á siðareglum Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. 3.12.2018 21:28