Hjálmar Örn fer á kostum í stórskemmtilegu viðtali - Skuldar borgarstjóra pylsu og kók Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. 24.8.2018 22:19
Launahækkanir ekki eina leiðin til þess að bæta lífskjör samkvæmt skýrslu stjórnvalda Í nýrri skýrslu um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga kemur meðal annars fram að fleiri þættir en fjöldi króna í launaumslagi hafi áhrif á lífsgæði Íslendinga. Skýrslan var unnin af Gylfa Zoega hagfræðingi fyrir forsætisráðuneytið. 24.8.2018 20:15
Brynjar Níelsson óánægður: „Fjölmiðlamenn eru eins og hverjar aðrar klappstýrur í þessu ofstæki“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði í dag ásakanir um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun að umfjöllunarefni sínu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 24.8.2018 19:13
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á Esjuna Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag konu upp á topp Esjunnar þar sem hún hafði farið úr olnbogalið. Konan hafði verið á fjallinu með gönguhóp. 24.8.2018 18:29
Skógareldar í Þýskalandi sprengja upp skotfæri úr seinni heimsstyrjöld Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. 24.8.2018 17:48
Hófleg áfengisneysla ekki einu sinni af hinu góða Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. 23.8.2018 23:31
Bítlabani áfram á bak við lás og slá Manninum sem myrti John Lennon árið 1980, Mark David Chapman, var í dag neitað um reynslulausn í 10. skipti. Chapman kemur ekki til með að geta sótt um reynslulausn aftur fyrr en að tveimur árum liðnum. 23.8.2018 22:29
Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23.8.2018 21:24
Frethólkur látinn fjúka: Streymdi uppsögninni beint á Instagram Maður sem kallar sig Paul Flart vakti mikla athygli á dögunum þegar hann festi allan viðrekstur samviskusamlega á filmu í hálft ár og deildi með Instagram-fylgjendum sínum. Hann hefur nú verið rekinn fyrir viðreksturinn. 23.8.2018 19:22
Barði mann með stálröri og henti honum upp á pallbíl Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á þriðjudaginn mann á fertugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir grófa handrukkun sem átti sér stað á Akureyri í apríl 2016. Annar maður sem ákærður var með hinum dæmda, var sýknaður. 23.8.2018 18:17