Vésteinn Örn Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja engar konur í bestu sætunum

Stuðningsmenn ítalska knattspyrnuliðsins Lazio hafa kallað eftir því að konum verði bannað að sitja í bestu sætum Curva Nord stúkunnar á heimavelli liðsins, Stadio Olimpico í Róm.

Flugræningi framseldur til Egyptalands

Egypskur maður sem rændi flugvél og lét lenda henni á Kýpur hefur nú verið framseldur frá Kýpur til Egyptalands, rúmum tveimur árum eftir að verknaðurinn átti sér stað.

Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi

Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum.

Leitinni við brúna í Genúa lokið

Leitinni að þeim sem var saknað eftir hrun Morandi brúarinnar í Genúa á Ítalíu lauk í nótt. Þrjú lík fundust í braki brúarinnar og tala látinna er nú komin upp í 43.

Nýnasistar gengu um götur Berlínar

Hundruð nýnasista marseruðu í dag um miðborg Berlínar, höfuðborgar Þýskalands. Þátttakendur göngunnar nutu verndar lögreglunnar þar í borg.

Sjá meira