
Sumarið ekki alveg komið enn
Nokkur kuldi er í kortunum víðast hvar á landinu. Hiti á og undir frostmarki og gera má ráð fyrir einhverri úrkomu. Veðurfræðingur segir ekkert að óttast.
Nokkur kuldi er í kortunum víðast hvar á landinu. Hiti á og undir frostmarki og gera má ráð fyrir einhverri úrkomu. Veðurfræðingur segir ekkert að óttast.
Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári.
Karlmaður var handtekinn klukkan 14 fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna. Barn var í bílnum og barnaverndanefnd hefur verið gert viðvart um málið.
Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021.
Fyrsti kiðlingurinn þetta árið fæddist í Húsdýragarðinum á mánudag. Þeir eru núna orðnir fimm og beðið er í ofvæni eftir þeim sjötta og síðasta.
Lögreglan í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum leitar nú að manni sem grunaður er um að hafa skotið sex ára stúlku eftir að körfubolti hennar rúllaði yfir í garð hans. Hann er sagður hafa farið inn í hús sitt, sótt byssu og skotið stúlkuna og föður hennar. Nágranni segir málið skelfilegt.
Sesselía Ólafs er bæjarlistarmaður Akureyrar 2023. Valið var tilkynnt í rafrænni útsendingu Vorkomu Akureyrarbæjar síðdegis í dag.
Vorsýning Listdansskóla Íslands fór fram í kvöld í skugga uppsagna kennara skólans og óvissu um framtíð hans. Skilaboð skólastjórans til stjórnvalda eru einföld: „Eigum við ekki bara að laga þetta í eitt skpti fyrir öll?“
Hjörvar Steinn Grétarsson er sigurvegari skákmótsins Ísland gegn áhrifavöldunum, útsláttarhraðskákmóti sem fram fór í dag.
„Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok sem vakið hefur mikla athygli.