EM 2016 karla í handbolta

Kiel á leikmann í öllum undanúrslitaliðunum
Kiel er eina félagið sem getur státað sig af því að eiga leikmann í öllum liðum undanúrslitaliðanna á EM. Vísir kíkir á tölfræðina fyrir úrslitahelgina.

Aldrei fleiri mætt á leiki á EM
Á EM í Danmörku fyrir tveim árum síðan var sett áhorfendamet sem þegar er búið að slá á EM í Póllandi þó svo enn eigi eftir að spila sex leiki á mótinu.

Dagur, hvernig ferðu að þessu?
Þýska handboltalandsliðið er komið alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu og mætir Noregi í kvöld. Dagur Sigurðsson hefur átt svör við hverju áfallinu á fætur öðru en liðið hefur misst sjö sterka leikmenn. Fréttablaðið skoð

Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum
Riðill íslenska handboltaandsliðsins á EM í Póllandi á tvö af fjórum liðum í undanúrslitum keppninnar.

Lazarov markahæstur á EM
Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum.

Norski lýsandinn tók Adolf Inga á þetta þegar Noregur komst í undanúrslit
Sjáðu mennina sem lýstu sigri Noregs gegn Frakklandi í gær truflast í beinni.

Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft
Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi.

Biegler sagði upp störfum
Það kom ekki neinum á óvart þegar Michael Biegler greindi frá því í morgun að hann hefði ákveðið að láta af þjálfun pólska landsliðsins.

Milljónir Þjóðverja fylgdust með ævintýri Dags og þýska landsliðsins
Íslendingurinn Dagur Sigurðsson kom þýska handboltalandsliðinu inn í undanúrslit á Evrópumótinu í Póllandi í gær og það voru milljónir Þjóðverja sem fylgdust með leiknum heima í stofu.

Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL
Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku.

Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995
Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu.

Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld
Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu.

Vil þakka Jesús vini mínum
Króatar eru eðlilega í skýjunum eftir sigurinn ótrúlega gegn Póllandi í gær sem skaut Króötum í undanúrslit á EM.

Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu
Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn.

„Guðmundur á að halda starfinu“
Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó.

Dagur mætir Noregi í undanúrslitum
Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi.

Spánn áfram á kostnað Dana
Spánn vann Rússland sem þýðir að Guðmundur Guðmundsson fer ekki í undanúrslit með lið sitt á EM í Póllandi.

Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit
Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM.

Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt?
"Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu
Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld.

Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir
Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld.

Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart
Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld.

Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur
Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku.

Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit
Ótrúleg úrslit á EM í Póllandi í slag íslensku þjálfaranna. Danir verða að bíða til kvölds til að sjá hvort að þeir fara áfram í undanúrslit.

Noregur í undanúrslit í fyrsta sinn
Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakklands steinlágu óvænt fyrir spræku liði Norðmanna.

Svíar gerðu sitt en þurfa að bíða til kvölds
Héldu Ungverjum í aðeins fjórtán mörkum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í kvöld.

„Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta“
Íslendingurinn sagður lykilinn að árangri Þýskalands undanfarin misseri.

Frakkar með næstum því þúsund fleiri landsleiki en Norðmenn
Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt.

„Án IHF værum við ekki hér“
Varaforseti þýska handknattleikssambandsins er afar þakklátt Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF.

Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi
Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi.