

Eins og komið hefur fram spilar píanósnillingurinn og Grammyverðlaunahafinn Chick Corea í Eldborgarsal Hörpu 24. apríl ásamt Gary Burton en miðasala hefst í dag.
Leikarinn og leikstjórinn Björn Hlynur Haraldsson leysir Rúnar Frey Gíslason af hólmi í leikritinu Fanný og Alexander. Rúnar Freyr hverfur á braut um hríð vegna persónulegra ástæðna og hoppar Björn Hlynur því í hlutverk stranga prestsins í sænsku fjölskyldusögunni eftir Ingmar Bergman.
Edduverðlaunin fóru fram á laugardagskvöldið og mikil gleði í herbúðum kvikmynda- og sjónvarpsfólks. Eftir að verðlaunaafhendingunni lauk í Gamla Bíó skokkuðu flestir yfir götuna á Næsta Bar þar sem gleðin tók völd. Meðal þeirra sem skáluðu á barnum voru félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson, en mikill skeggvöxtur þess síðarnefnda vakti athygli viðstaddra. Einnig mátti sjá leikstjórann Ragnar Bragason, stjórnmálamanninn Guðmund Steingrímsson, Þórunni Antóníu og leikstjórann Friðrik Þór Friðriksson. -áp
Margt var um valinkunna tónlistarmenn í flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn á sunnudagskvöld. Þar mátti meðal annars sjá Vini Sjonna sem höfðu kvöldið áður skemmt Íslendingum á þorrablóti í Óðinsvéum, en með þeim í för var einnig færeyski söngfuglinn Jógvan Hansen.
Fjöldi íslenskra gesta sótti nýverið heim opnun nýs og endurnýjaðs fiskmarkaðar í Grimsby. Íslenska fyrirtækið Atlantic Fresh mun hafa leitt þróun og skipulagsvinnu við endurnýjunina.
Jónsi og félagar í Sigur Rós hafa bókað sig á tónlistarhátíðirnar Summer Sonic í Japan sem verður haldin 18. og 19. ágúst og á Winterthur í Sviss sem verður haldin viku síðar.
Fernir tónleikar eru eftir af stífu ferðalagi elektró poppsveitarinnar Bloodgroup um Evrópu og verða þeir síðustu haldnir í London og Nottingham á Englandi í næstu viku. Alls verða tónleikarnir 23 talsins, þar af fimmtán í Þýskalandi.
Tæknin á það til að gera mönnum erfitt fyrir í lífinu. Þetta fengu kollegarnir Bubbi Morthens og Friðrik Dór Jónsson að reyna á dögunum þegar sá síðarnefndi var gestur hins í úvarpsþættinum Stáli og hníf á Bylgjunni.
Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir hefur fengið góða dóma erlendis fyrir nýjustu plötu sína Long Pair Bond. Tveir afar jákvæðir dómar birtust um plötuna á djasssíðunni Allboutjass.com auk þess sem hún fékk fimm stjörnur í austurríska blaðinu Concerto. Long Pair Bond kom út fyrir síðustu jól og er tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í Hörpu 29. febrúar.
Velgengni Baltasars Kormáks vestanhafs hefur varla farið framhjá neinum og ljóst að leikstjórinn getur nú valið úr verkefnum í Hollywood. Sökum þess hefur Baltasar fengið sig lausan frá Þjóðleikhúsinu en hann átti að leikstýra verkinu Afmælisveislan eftir Harold Pinter.
Heimildarmyndin Gnarr í leikstjórn Gauks Úlfarssonar um framboð Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum árið 2010 hlaut ágætis viðtökur þegar hún kom út hér á landi. Myndin var í kjölfarið kynnt á fjölda kvikmyndahátíða erlendis og hlaut sums staðar talsvert lof.
Leikarinn Hilmar Guðjónsson fer á Kvikmyndahátíðina í Berlín um næstu helgi þar sem hann tekur þátt í verkefninu Shooting Stars á kvikmyndahátíðinni.
Má bjóða þér að kaupa Sylvíu Nótt fyrir aðeins sex hundruð þúsund krónur? Hún fær ágætiseinkun. Sköpulag: 94. Hæfileikar: 90. Aðaleinkunn: 89.
Russell Crowe mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem verður hugsanlega tekin að hluta til upp hér á landi í sumar. Aronofsky er einnig sagður áhugasamur um að fá Liam Neeson til að leika annað hlutverk í myndinni.
Fiðluleikarinn og söngkonan Gréta Salóme Stefánsdóttir spilar stórt hlutverk í úrslitum Eurovision í ár. Gréta semur lag og texta við lögin Mundu eftir mér og Aldrei sleppir mér ásamt því að syngja þau sjálf.
Höskuldur Ólafsson, doktorsnemi í heimspeki og fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi, og þjóðfræðingurinn og rithöfundurinn Bryndís Björgvinsdóttir, sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2011 fyrir bók sína Flugan sem stöðvaði stríðið, eru nýtt par.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir,fyrrverandi framkvæmdastjóri Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, hefur störf í dag sem verkefnastjóri hjá NOMEX, Útflutningsstofu norrænnar tónlistar. Anna Hildur mun hafa úr einhverjum peningum að moða því Norræna ráðherranefndin lagði tvær milljónir danskra króna í NOMEX eða rúmar fjörutíu milljónir króna. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að þessi vistaskipti hennar væru á döfinni, enda hefur Sigtryggur Baldursson þegar verið ráðinn sem eftirmaður hennar hjá ÚTÓN og hefur hann einnig störf í dag.
Fyrsta breiðskífa Of Monsters and Men á erlendum markaði kemur út í Bandaríkjunum og Kanada 3. apríl á vegum Universal.
Breytingar eru framundan hjá Gildi lífeyrissjóði þar sem Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er að fara að láta af störfum sem formaður stjórnar sjóðsins á næstunni. Þessa dagana er lagt að Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Eimskips, að taka við stjórnarformennskunni og mun hún að öllum líkindum gera það í vor.
Grínistinn, lögfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Bergur Ebbi Benediktsson stendur í ströngu þessa dagana þar sem hann og félagar hans í grínhópnum Mið-Íslandi eru að fara að frumsýna nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 í mars.
Söngkonan Leoncie hélt tónleika á skemmtistaðnum Gauki á Stöng á laugardaginn var. Rokksveitin Dr. Spock hitaði upp fyrir indversku prinsessuna og kom mannskapnum í réttan gír fyrir framhaldið.
Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tökur á nýjustu kvikmynd Darrens Aronofsky, Noah, hefjist hér á landi og í New York í júlí. Stefnt er að frumsýningu hennar haustið 2013. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að tökur á þessari stórmynd ættu hugsanlega að fara fram hér á landi í vor en þeim virðist eitthvað hafa seinkað. Leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við aðalhlutverkið en hann hefur þó ekki skrifað undir neitt enn.
Magnús Kjartansson var hinn hressasti í síðasta undanúrslitaþætti Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn var. Sérstaklega þótti hann fara á kostum þegar hann sýndi fram á líkindi dáðra íslenskra dægurperla við aðrar lagasmíðar.
Blaðamaðurinn Eiríkur Jónsson sagði á dögunum upp störfum á vefmiðlinum Pressan.is. Hann veitir nú lesendum bloggsíðu sinnar einstaka sýn inn í atvinnuleit sína og segir frá því þegar hann kom hugmynd á framfæri við Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins.
Sjónvarpsmanninum Loga Bergmann finnst fátt skemmtilegra en að hrekkja vini sína og samstarfsmenn. Þegar Logi kemur í heimsókn vita þeir sem þekkja hann að öruggast er að slökkva á farsímum og tölvum á meðan hann er nálægur...
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur hefur heldur betur slegið í gegn í Hollywood með kvikmyndinni Contraband. Myndin hefur ekki eingöngu fengið verðskuldaða athygli heldur hlaðast nú inn tilboðin til Baltasars um að leikstýra stórmyndum í Hollywood. Molinn heyrði að Baltasar hafi borist freistandi tilboð nú skömmu fyrir helgi. Tilboð um að gera kvikmynd fyrir 200 milljónir dollara eða tæpa 25 milljarða króna. Verkefni af þessari stærðargráðu eru fátíð og mun umrædd stórmynd komast á lista yfir 20 dýrustu kvikmyndir sögunnar. Á þeim lista eru myndir á borð við Titanic og James Bond-myndin Quantum of Solace sem báðar kostuðu 200 milljónir dollara í framleiðslu. Ljóst er að Baltasar hefur öðlast skjótan frama í Hollywood og er kominn í hóp sterkra leikstjóra sem berjast um stærstu verkefnin í Hollywood. Hann nýtur greinilega trausts hjá kvikmyndaframleiðendum sem eru tilbúnir að veðja á hann í risaverkefni. Mikil leynd hvílir yfir þessari kvikmynd en ljóst er að hún mun skarta nokkrum af skærustu Hollywoodstjörnunum.
Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir og eiginmaður hennar Árni Hauksson fjárfestir sem meðal annars er einn stærsti hluthafinn í Högum eru nú flutt í nýja húsið sitt sem þau byggðu frá grunni á sjávarlóð á Arnarnesinu í Garðabæ.
Slagurinn á milli minnihlutans í borginni við meirihluta Besta flokksins hefur verið harður í vetur. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt störf Jóns Gnarr borgarstjóra harðlega. Nágrannar Gísla Marteins á Melhaganum eru hissa á því að gatan þeirra er alltaf á kafi í snjó og er ekki mokuð reglulega eins og aðrar íbúðagötur í vesturbænum. Þetta bitnar þó minnst á Gísla Marteini sjálfum enda er hann einn helsti talsmaður þess að fólk ferðist um á reiðhjólum eða í strætó.
Nokkrir aðilar hafa sýnt húsnæðinu við Tryggvagötu þar sem skemmtistaðurinn Bakkus var áður til húsa áhuga. Bakkus, sem Jón Pálmar Sigurðsson rekur, flutti yfir í smærra húsnæði að Laugavegi 22 um síðustu helgi eftir tveggja og hálfs árs dvöl við Tryggvagötuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðilar frá Gauki á Stöng, sem er á efri hæð hússins, og Players í Kópavogi á meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að leigja húsnæðið, sem er í eigu Eikar, fasteignafélags.
Rithöfundurinn Mikael Torfason var ekkert að hika þegar hann fann ástina. Hann og leiklistarneminn Stefanía Ágústsdóttir ákváðu að láta pússa sig saman á aðfangadag hjá sýslumanni.