Nokkrir aðilar hafa sýnt húsnæðinu við Tryggvagötu þar sem skemmtistaðurinn Bakkus var áður til húsa áhuga.
Bakkus, sem Jón Pálmar Sigurðsson rekur, flutti yfir í smærra húsnæði að Laugavegi 22 um síðustu helgi eftir tveggja og hálfs árs dvöl við Tryggvagötuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru aðilar frá Gauki á Stöng, sem er á efri hæð hússins, og Players í Kópavogi á meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að leigja húsnæðið, sem er í eigu Eikar, fasteignafélags. -fb
Áhugi á gamla Bakkusi
