Landbúnaður

Félag atvinnurekenda sakar kjötframleiðendur um tvískinnung
Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir málflutning „Hóps um örugg matvæli“ en hópurinn hefur í auglýsingum varað við innflutningi á kjöti til landsins.

Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti
Tuttugu og þrjú fyrirtæki og samtök í landbúnaði og búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Youtube. Þeim er beint gegn innflutningi á kjöti til Íslands.

Salka bar fimm hressum og heilbrigðum lömbum
"Þetta eru fínustu lömb, hress og heilbrigð. Burðurinn gekk ágætlega hjá henni, það komu reyndar tvö á afturfótunum, það var eitthvað sem við leystum auðveldlega. Þetta eru sæðingalömb undan sæðingahrúti, þannig að eitthvað af þeim verður líklega í ásetningshópnum í haust, segir Tómas Jensson,“ bóndi á Teigi í Fljótshlíð.

Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag
"Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg Ottósson, eini sveppabóndi landsins og eigandi Flúðasveppa á Flúðum.

Ísey Skyr verði fáanlegt í tugþúsundum japanskra verslana
Forstjóri hins japanska Nippon Luna og forstjóri Mjólkursamsölunnar hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekara samstarf í Asíu.

Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna
Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald.

Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna
Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur.

Rúmur fjórðungur vill flytja inn kjöt frá Evrópu
Eldra fólk er líklegra til að vera andvígt innflutningi á kjöti en yngra og konur eru mótfallnari honum en karlar.

Segir afrétti ónýta og vill banna lausagöngu búfjár
Íslenskur jarðvegur losaði frá sér kolefni sem væri óásættanlegt í baráttu okkar gegn hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda.

Fjárhæð skaðabóta engin takmörk sett segir landbúnaðarráðherra
Fjárhæð skaðabóta sem ríkið gæti þurft að greiða vegna ólögmætra innflutningshindrana á búvörum er engin takmörk sett að sögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ferðamenn notuðu salernið á meðan bóndinn brá sér í sturtu
Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi í Vestur Landeyjum hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni því þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu.

Náttúrulegt ónæmi
Bakteríur eru hinir raunverulegu húsbændur á þessari plánetu.

Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma
Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis.

Þrjár landsliðskonur á hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands
Hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands nýtur mikilla vinsælda en 25 nemendur eru á brautinni, þarf af þrjár landsliðskonur í hestaíþróttum.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur fundust í íslensku kjöti
Bakteríur með ónæmi fyrir sýklalyfjum fundust í skimun Matvælastofnunnar á íslenskum dýrum og kjöti.

Áralangur taprekstur af loðdýrarækt
Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014.

Beðið fyrir stjórnmálamönnum í bændamessu
Séra Önundur segist ætla að biðja fyrir stjórnmálamönnum landsins og þeirra stefnu, sem hann segir stefna íslenskum landbúnaði í voða verði leyft að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn til landsins eins og frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir.

Forsætisráðherra hvetur til upprunamerkingar matvæla
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hvetur íslenska bændur til að láta upprunamerkja allar sínar vörur því þar hafa ekki verið staðið nægilega vel að málum, merkingarnar séu oft mjög faldar eða villandi.

Varnir verða settar upp gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti
Varnir verða settar upp í landinu gegn camfilobakter og salmonellu í kjöti vegna nýs frumvarps sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir innflutning á ófrosnu kjöti til landsins.

Landeigendur segja ríkisstjórn efna til átaka um umráð lands
Ríkisstjórnin efnir til átaka við bændur og landeigendur með lagafrumvörpum sem færa umráð yfir landi til ríkisstofnana. Þetta kom fram á málþingi samtaka landeigenda í dag.

Óttast að mæðiveiki berist í fé
Doktor í sameindaerfðafræði telur varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti. Óttast auknar líkur á að mæðiveiki berist til landsins. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir yfirleitt nægt framboð af innlendu kjöti sem Íslendingar kjósi.

Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti
Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum.

Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif
Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi.

Gjörspillt umræða um neytendavernd
Íslensk stjórnvöld munu að óbreyttu draga stórlega úr íslenskri matvælaframleiðslu.

Bændur ósáttir við ný lyfjalög
Frestur til að gera athugasemdir í samráðsgátt við fyrirhugaðar breytingar á lyfjalögum rann út í gær.

Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti
Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri.

Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum
Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi.

Ég lifi tvöföldu lífi
Margrét Gauja Magnúsdóttir hætti sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði síðasta vor og söðlaði svo sannarlega um en nú skiptir hún lífi sínu á milli Hafnarfjarðar og Skaftafells.

Ráðherra segir umræðuna á villigötum
Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins.

Tekist á um innflutning á hráu kjöti á Alþingi
Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn.