Evrópusambandið

Fá 335 milljóna styrk frá ESB til nýsköpunar
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Laki Power, sem þróar og framleiðir tæki til þess að fylgjast með ástandi háspennulína, hefur hlotið 2,1 milljóna evra styrk, jafnvirði um 335 milljóna króna, frá Evrópusambandinu til að þróa tæknina áfram og efla sölu- og markaðsstarf á erlendum mörkuðum.

Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit
Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum.

Er framleiðsla búvara markmið landbúnaðarstefnunnar?
Umræða um fyrirkomulag stuðnings við landbúnað á Íslandi verður á köflum lífleg og sýnist eðlilega sitt hverjum. Telja sumir að heppilegt væri að taka enn frekari skref í lækkun tolla á landbúnaðarvörur.

Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer
Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu.

Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu
Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum.

Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta
Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana.

Evrópskir ráðamenn neituðu að hitta Pompeo
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hætti í skyndi við síðustu embættisferð sína í dag, eftir að ráðamenn og embættismenn í Evrópusambandsinu neituðu að hitta hann. Ástæðan er sögð vera árásin á þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku og aðkoma Donalds Trump, forseta, að henni.

Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech
Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu.

Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn
Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi.

BioNTech í kapphlaupi til að fylla upp í ESB-gatið
Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech gagnrýna Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Þeir segja fyrirtækin nú leggja allt kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið sem seinagangurinn, og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið til.

Bretar formlega gengnir úr Evrópusambandinu
Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973.

Breska þingið samþykkir viðskiptasamning við ESB
Breska þingið samþykkti nú rétt í þessu viðskiptasamning breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. 521 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 73 gegn honum.

Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti
Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun.

Aðildarríki ESB leggja blessun sína yfir Brexitsamninginn
Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt Brexitsamning breskra stjórnvalda og ESB. Samningurinn á þá að geta tekið gildi um áramót þegar Bretar yfirgefa bæði innri markað sambandsins og tollabandalagið.

Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins
Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna.

Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“
Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu.

Dreifing á bóluefni Pfizer hafin innan Evrópusambandsins
Bólusetningar í aðildarríkjum Evrópusambandsins hefjast á morgun þann 27. desember, en öll ríki sambandsins munu byrja sama dag til þess að sýna fram á samstöðu. Fyrstu skammtar eru komnir til sambandsríkjanna.

Fagna samningnum sem verður kynntur í dag
Búist er við að kynning verði haldin á samningi vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag fyrir fulltrúm þjóða sambandsins. Bretar yfirgáfu sambandið formlega í janúar á þessu ári og átti frestur til að ná útgöngusamningi að renna út 31. desember næstkomandi.

Brexit-samningur í höfn
Samkomulag um útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu er í höfn eftir að samninganefndir Evrópusambandsins og Breta náðu samkomulagi í dag.

Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs.

Enn stritað við samningaborðið vegna Brexit-samnings sem er „innan seilingar“
Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins sitja enn við samningaborðið um Brexit-samning sem sagður er vera „innan seilingar.“

Reuters hefur eftir heimildarmanni að Brexit-samningur sé svo gott sem í höfn
Samningar milli Evrópusambandsins og Bretlands nást mögulega á næstu klukkustundum, hefur Reuters eftir heimildarmanni hjá ESB. Ef rétt reynist hefur því þá verið forðað að svokallað aðlögunartímabil taki enda um áramót með ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum.

Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum
Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní.

Heimila notkun á bóluefni Pfizer í Evrópu
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að heimila notkun á bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Nefndin mælir með því að bóluefnið fái skilyrt markaðsleyfi í Evrópu.

Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember.

Ræða hvernig skuli taka á nýju afbrigði veirunnar
Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það síðar í dag hvernig taka skuli á hinu nýja afbrigði kórónuveirunnar sem grasserar nú í Bretlandi.

Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19.

Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins
Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði.

Stefna nú að samkomulagi fyrir jól
Bretar segja nauðsynlegt að Evrópusambandið breyti um stefnu í viðræðunum ef samningar eiga að nást. Samningsaðilar munu funda næstu daga og stefna að því ákveða fyrir jól hvort mögulegt sé að komast að samkomulagi.

Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu
Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár.