Heilbrigðismál

Fréttamynd

Ný tæki á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Krabbameinsfélag Íslands hefur nú endurnýjað að stórum hluta tækjabúnað Leitarstöðvarinnar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Safnað var fyrir tækjunum í Bleiku slaufunni 2016.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri beðið eftir plássi í meðferð á Vogi

Alls eru 570 einstaklingar á biðlista fyrir innlögn í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi núna og hefur biðlistinn aldrei áður verið svo fjölmennur í sögu meðferðar SÁÁ. Formaður samtakanna segir að Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið hafi ekki brugðist við ítrekuðum kröfum SÁÁ um endurnýjun þjónustusamninga.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert svigrúm fyrir „vandræðagemsann“

Ég þekki það af eigin raun að opinbera eigin glímu við andleg veikindi. Það eru að verða fjögur ár síðan ég kom fram með kvíðaröskun mína í viðtali við Morgunblaðið, en þá hafði ég gert þrjár tilraunir til þess að leika sem atvinnumaður í fótbolta, sem allar enduðu með því að ég sneri aftur til Íslands sökum veikinda.

Skoðun
Fréttamynd

Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman

Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni.

Innlent
Fréttamynd

Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa

Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð

Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu.

Innlent
Fréttamynd

Gæti prentað raunveruleg líffæri

Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara.

Innlent
Fréttamynd

Heilinn skreppur saman á nóttunni

Við eigum auðveldara með að sofna þegar okkur líður vel og erum hamingjusöm. Erla Björnsdóttir sálfræðingur gefur ýmis heilræði til að auka hamingju og góðan nætursvefn í Gerðubergi á morgun.

Heilsuvísir