Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2019 12:30 Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Vísir/Vilhelm Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Þá skjóti það skökku við að ráðherra í ríkisstjórn hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem var stjórnarfrumvarp. Líkt og kunnugt er voru ný lög um þungunarrof samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn 18, 3 sátu hjá og 2 voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Með lögunum verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og höfundur bókar um frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir breytingarnar tímabærar.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt „Þetta nær lengra heldur en á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hefur frjálslyndasta löggjöfin á Norðurlöndunum, eða þangað til í gær, hafði hana með 18 viku,“ segir Silja Bára. „Það að konan ráði ákvörðuninni sjálf til 22. Viku er það sem er framsæknast. Alls staðar annars staðar eru heimildir með þá aðkomu sérfræðinga eða einhvers konar leyfi eða umsóknarferli sem þarf að fara í ef ástæða er til að rjúfa þungun eftir þann tíma sem að kona hefur sjálfdæmi en með þessu þá erum við í rauninni að fara fram úr hinum löndunum.“ Lögin eru þó ekki þau framsæknustu í heimi en í Kanada gildir til að mynda engin takmarkandi löggjöf um þungunarrof. Afstaða þingmanna til frumvarpsins voru nokkuð skýr eftir flokkslínum að Sjálfstæðisflokknum frátöldum. Fjórir þingmenn flokksins studdu frumvarpið en átta greiddu atkvæði gegn, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Auðvitað bregður okkur við að sjá, sérstaklega ráðherra flokks sem kennir sig hvað mest við frelsi, taka þessa ákvörðun og í raun og veru án þess að skýra hana neitt frekar,“ segir Silja Bára. Þá segir hún athyglisvert að nær allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu hafi verið karlar. „Eiginlega allar konur á þingi nema tvær studdu þetta frumvarp og það er auðvitað bara kannski sýnir hvers eðlis þessi ákvörðun er sem verið er að setja lög um og hverja er verið að setja lög um, að konur stóðu með þessu frumvarpi í næstum því öllum tilvikum.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Þá skjóti það skökku við að ráðherra í ríkisstjórn hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem var stjórnarfrumvarp. Líkt og kunnugt er voru ný lög um þungunarrof samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn 18, 3 sátu hjá og 2 voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Með lögunum verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og höfundur bókar um frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir breytingarnar tímabærar.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt „Þetta nær lengra heldur en á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hefur frjálslyndasta löggjöfin á Norðurlöndunum, eða þangað til í gær, hafði hana með 18 viku,“ segir Silja Bára. „Það að konan ráði ákvörðuninni sjálf til 22. Viku er það sem er framsæknast. Alls staðar annars staðar eru heimildir með þá aðkomu sérfræðinga eða einhvers konar leyfi eða umsóknarferli sem þarf að fara í ef ástæða er til að rjúfa þungun eftir þann tíma sem að kona hefur sjálfdæmi en með þessu þá erum við í rauninni að fara fram úr hinum löndunum.“ Lögin eru þó ekki þau framsæknustu í heimi en í Kanada gildir til að mynda engin takmarkandi löggjöf um þungunarrof. Afstaða þingmanna til frumvarpsins voru nokkuð skýr eftir flokkslínum að Sjálfstæðisflokknum frátöldum. Fjórir þingmenn flokksins studdu frumvarpið en átta greiddu atkvæði gegn, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Auðvitað bregður okkur við að sjá, sérstaklega ráðherra flokks sem kennir sig hvað mest við frelsi, taka þessa ákvörðun og í raun og veru án þess að skýra hana neitt frekar,“ segir Silja Bára. Þá segir hún athyglisvert að nær allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu hafi verið karlar. „Eiginlega allar konur á þingi nema tvær studdu þetta frumvarp og það er auðvitað bara kannski sýnir hvers eðlis þessi ákvörðun er sem verið er að setja lög um og hverja er verið að setja lög um, að konur stóðu með þessu frumvarpi í næstum því öllum tilvikum.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira