Fæðingalæknir segir fyrirburamyndir Ingu ósmekklegar og teknar úr samhengi Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. maí 2019 14:00 Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Sigurlaug Benediktsdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir eru á öndverðum meiði í umræðu um þungunarrof. Vísir/Samsett Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítalanum segir það útspil Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að senda myndir af fyrirbura til fjölmiðla í gær, vera ósmekklegt. Inga segist vonast til þess að sendingin fresti framgangi þungunarrofsfrumvarps heilbrigðisráðherra. Inga heygir nú harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í þungunarrof fram að lokum 22. viku meðgöngu. Núgildandi lög kveða á um að slíkar aðgerðir skuli aldrei framkvæmdar síðar en eftir þá sextándu, nema fyrir liggi ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður.Erfitt þegar hlutirnir eru teknir svona úr samhengi Sigurlaug Benediktsdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítalanum skrifaði opið bréf til Ingu Sæland vegna málflutnings hennar í tengslum við frumvarpið í fyrra. Í greininni, sem birtist á Vísi í nóvember og vakti mikla athygli, lýsir Sigurlaug aðstæðum þeirra kvenna sem óska eftir þungunarrofi eftir sextándu viku, og nýja frumvarpið mun einkum heyra til. Sigurlaug segir í samtali við fréttastofu í dag að nýjasta útspil Ingu sé ósmekklegt og ekki eiga heima í umræðu um þungunarrofsfrumvarpið. „Það er bara mjög erfitt fyrir okkur þegar hlutirnir eru teknir svona úr samhengi. Það er ekki verið að tala um að leyfa fóstureyðingar eftir viku 22+0. En það eru vissulega dæmi um það að börn sem fæðist eftir viku 23 lifi af. Þannig að þetta er bara tvennt ólíkt og þetta er bara ósmekklegt hjá henni.“Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/Vilhelm20 vikur stór afturför og veruleg skerðing Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram breytingartillögu um að þungunarrofsmörkin yrðu lækkuð úr 22 vikum í 20. Sigurlaug segir þá tillögu stóra afturför og „verulega skerðingu“ á réttindum verðandi foreldra. „Stærstur hluti fólks velur að þiggja fósturgreiningu sem er núna gerð í kringum 19.-20. viku og ef þeim ætti að standa áfram til boða að koma í fósturgreiningu þá yrðum við að færa það niður í viku 17, 18.“ Þessum greiningum þyrfti þannig að flýta til að gefa sérfræðingum tíma til rannsókna og foreldrum tíma til að taka afstöðu til þess hvort halda eigi meðgöngunni áfram eða rjúfa hana. „Þá erum við að gera miklu lakari rannsóknir með minna næmi og verra öryggi. Þannig að mér finnst þetta ótrúlega illa ígrundað.“ Þá svarar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins útspili Ingu í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Bryndís segir þar að Inga gangi langt í að persónugera umræðu um þungunarrofsfrumvarpið. Frumvarpið fjalli hins vegar ekki um kraftaverk sem unnin eru á vökudeild. Sjálf treysti Bryndís sér ekki til að taka ákvörðun um þungunarrof fyrir nokkurn mann.Vill aðrar forsendur Inga Sæland vonast til þess að myndirnar sem hún sendi af stúlkunni verði til þess að frumvarpið verði nálgast á öðrum forsendum en fylgismenn þess hafa haft frammi. „Ég vonast til þess að þetta frumvarp verði ekki sett í atkvæðagreiðslu á mánudaginn. Ég vonast til þess að við fáum tíma til að undirbúa þessa hluti á allt öðrum forsendum heldur en nú er lagt fram með. Mér finnst þetta alltof harkalegt og ótrúleg tímalengd á þessari heimild til fóstureyðinganna.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57 Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Fyrrverandi forsætisráðherra leggur til að fresta afgreiðslu frumvarpsins. 8. maí 2019 20:19 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítalanum segir það útspil Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að senda myndir af fyrirbura til fjölmiðla í gær, vera ósmekklegt. Inga segist vonast til þess að sendingin fresti framgangi þungunarrofsfrumvarps heilbrigðisráðherra. Inga heygir nú harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í þungunarrof fram að lokum 22. viku meðgöngu. Núgildandi lög kveða á um að slíkar aðgerðir skuli aldrei framkvæmdar síðar en eftir þá sextándu, nema fyrir liggi ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður.Erfitt þegar hlutirnir eru teknir svona úr samhengi Sigurlaug Benediktsdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir á Landspítalanum skrifaði opið bréf til Ingu Sæland vegna málflutnings hennar í tengslum við frumvarpið í fyrra. Í greininni, sem birtist á Vísi í nóvember og vakti mikla athygli, lýsir Sigurlaug aðstæðum þeirra kvenna sem óska eftir þungunarrofi eftir sextándu viku, og nýja frumvarpið mun einkum heyra til. Sigurlaug segir í samtali við fréttastofu í dag að nýjasta útspil Ingu sé ósmekklegt og ekki eiga heima í umræðu um þungunarrofsfrumvarpið. „Það er bara mjög erfitt fyrir okkur þegar hlutirnir eru teknir svona úr samhengi. Það er ekki verið að tala um að leyfa fóstureyðingar eftir viku 22+0. En það eru vissulega dæmi um það að börn sem fæðist eftir viku 23 lifi af. Þannig að þetta er bara tvennt ólíkt og þetta er bara ósmekklegt hjá henni.“Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/Vilhelm20 vikur stór afturför og veruleg skerðing Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram breytingartillögu um að þungunarrofsmörkin yrðu lækkuð úr 22 vikum í 20. Sigurlaug segir þá tillögu stóra afturför og „verulega skerðingu“ á réttindum verðandi foreldra. „Stærstur hluti fólks velur að þiggja fósturgreiningu sem er núna gerð í kringum 19.-20. viku og ef þeim ætti að standa áfram til boða að koma í fósturgreiningu þá yrðum við að færa það niður í viku 17, 18.“ Þessum greiningum þyrfti þannig að flýta til að gefa sérfræðingum tíma til rannsókna og foreldrum tíma til að taka afstöðu til þess hvort halda eigi meðgöngunni áfram eða rjúfa hana. „Þá erum við að gera miklu lakari rannsóknir með minna næmi og verra öryggi. Þannig að mér finnst þetta ótrúlega illa ígrundað.“ Þá svarar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins útspili Ingu í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Bryndís segir þar að Inga gangi langt í að persónugera umræðu um þungunarrofsfrumvarpið. Frumvarpið fjalli hins vegar ekki um kraftaverk sem unnin eru á vökudeild. Sjálf treysti Bryndís sér ekki til að taka ákvörðun um þungunarrof fyrir nokkurn mann.Vill aðrar forsendur Inga Sæland vonast til þess að myndirnar sem hún sendi af stúlkunni verði til þess að frumvarpið verði nálgast á öðrum forsendum en fylgismenn þess hafa haft frammi. „Ég vonast til þess að þetta frumvarp verði ekki sett í atkvæðagreiðslu á mánudaginn. Ég vonast til þess að við fáum tíma til að undirbúa þessa hluti á allt öðrum forsendum heldur en nú er lagt fram með. Mér finnst þetta alltof harkalegt og ótrúleg tímalengd á þessari heimild til fóstureyðinganna.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57 Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Fyrrverandi forsætisráðherra leggur til að fresta afgreiðslu frumvarpsins. 8. maí 2019 20:19 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57
Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15
Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Fyrrverandi forsætisráðherra leggur til að fresta afgreiðslu frumvarpsins. 8. maí 2019 20:19