Írak

Fréttamynd

Bush og Blair ræða um Írak í dag

Hernaðurinn í Írak verður aðalumræðuefnið á fundi þeirra George Bush og Tony Blair í Washington í dag. Skýrsla ráðgjafarnefndar Bandaríkjaforseta segir ástandið þar afar slæmt en enn þá sé tími til úrbóta.

Erlent
Fréttamynd

Segir Bandaríkjamenn ekki á sigurbraut í Írak

Robert Gates, tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við yfirheyrslur fyrir varnamálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að hann teldi ekki að Bandaríkjamenn væru á sigurbraut í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Maliki telur írakskar sveitir tilbúnar um mitt ár

Sérstök nefnd á vegum bandarískra stjórnvalda í málefnum Íraks leggur til að hluti af hersveitum Bandaríkjanna verði kallaður heim sem allra fyrst og að aukin völd verði færð í hendur írakskra öryggissveita án þess þó að tilgreina það frekar.

Erlent
Fréttamynd

Umferð tekin að flæða á ný um götur Bagdad

Þriggja daga útgöngubanni í Bagdad, höfuðborg Íraks, lauk í morgun. Umferð fór að flæða á ný um götur Bagdad en notkun ökutækja hefur verið bönnuð í borginni síðan á föstudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Útgöngubann í Írak eftir mannskæða árás

Útgöngubann hefur sett á í Bagdad í Írak um óákveðinn tíma eftir eina mannskæðustu árás í landinu frá innrás Bandaríkjamanna árið 2003. Að minnsta kosti eitt hundrað fjörtíu og fjórir týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi Sjía í Bagdad í gær og talið er að hátt í þrjú hundruð manns hafi særst.

Erlent
Fréttamynd

Sautján létust í sjálfsmorðssprengjuárás

Sautján verkamenn létust og fjörtíu og níu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás suður af Bagdad höfuðborg í Íraks í dag. Róstursamt hefur verið í landinu í dag en að minnsta kosti tuttugu og fjórir vopnaðir menn, klæddir í lögreglubúningum, stormuðu inn á heimili aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraks og rændu honum.

Erlent
Fréttamynd

Aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraka rænt

Vopnaðir menn rændu í dag aðstoðarheilbrigðisráðherra Íraka þar sem han var staddur á heimili sínum. Ráðherrann, Síjinn Ammar al-Saffar, situr í ríkisstjórn Nuri al-Malaki og er í Dawaflokknum.

Erlent
Fréttamynd

Al-Kaída fagnar niðurstöðum þingkosninganna í Bandaríkjunum

Leiðtogi Al-Kaída í Írak, Abu Hamza al-Muhajir, fagnaði í dag niðurstöðum bandarísku þingkosninganna og sagði bandaríska kjósendur hafa gert rétta hlutinn. Kom þetta fram í hljóðupptöku sem var birt á netinu í dag en ekki hefur enn verið staðfest að hún sé ósvikin.

Erlent
Fréttamynd

Býst við að dauðadómnum verði framfylgt innan árs

Nouri Maliki, forsætisráðherra Íraks, býst við að dauðadómnum yfir Saddam Hussein verði framfylgt innan árs. Fréttastofan BBC greinir frá þessu en Maliki býst ekki við að horfið verið frá því að framfylgja dómum vegna þrýstings þar um.

Erlent
Fréttamynd

Vígamenn sækja í sig veðrið í Írak

Alls hafa um 15 manns látist og 91 slasast í bardögum á milli öryggissveita og vígamannanna í Írak í dag. Vígamenn sjía, sem eru hliðhollir Muqtada al-Sadr, gerðu áhlaup á bæinn Amara í Suður-Írak.

Erlent
Fréttamynd

Hershöfðinginn stendur við yfirlýsingar sínar

Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta.

Erlent
Fréttamynd

20 létust í árásum á knattspyrnuvelli

Tuttugu manns létust og að minnsta kosti 14 særðust í tveimur sprengingum á sitt hvorum knattspyrnuvellinum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Flestir hinna látnu voru börn sem voru að leik í einu af fátækrarhverfum borgarinnar. Íbúar hverfisins eru flestir sjítar.

Erlent
Fréttamynd

Ásakaðir um hrottafengin morð

Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag um stjórn í Írak

Leiðtogar fylkinganna í Írak hafa komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu. Ekki er þó búið að ákveða hverjir verði ráðherrar innanríkis- og varnarmála, en þeim embættum fylgja yfirráð yfir vopnuðum sveitum í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Níu fórust við dómshús

Í það minnsta níu manns létu lífið þegar bílsprengja sprakk við dómshús í Bagdad í morgun. Að sögn lögreglu særðust í það minnsta 46 manns í árásinni. Þá fundust í morgun lík tuttugu manna nærri Tikrit. Þeir höfðu verið ráðnir af dögum.

Erlent
Fréttamynd

Al-Maliki í stað al-Jaafari

Vonast er til að höggvið hafi verið á hnútinn í stjórnarmynduninni í Írak eftir að tilkynnt var um að Jawad al-Maliki, yrði forsætisráðherraefni fylkingar sjía, í stað Ibrahims al-Jaafari, núverandi forsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Um 50 fórust í sprengjuárás

Um fimmtíu manns létu lífið í sprengjuáras á mosku sjía-múslima í Bagdad í morgun, rétt áður en föstudagsbænum lauk. Að minnsta kosti 45 manns til viðbótar særðust.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja Íraka til að mynda starfhæfa ríkisstjórn

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvöttu Íraka til þess að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem fyrst en þau eru nú stödd í Írak. Andstaða gegn Íraksstríðinu magnast í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Borgarastríð geisar í Írak

Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, sagði í viðtali við BBC í morgun að borgarastyrjöld geisi í landinu og verði fljótlega ekki gripið í taumana muni þjóðarbrotin í landinu festast í vítahring ofbeldis sem í kjölfarið út öll Mið-Austurlönd.

Erlent
Fréttamynd

Brestir í viðræðum um stjórnarmyndun

Brestir eru komnir í samningaviðræður um nýja ríkisstjórn í Írak. Forseti landsins er æfur út í forsætisráðherrann fyrir að fara í opinbera heimsókn til Tyrklands.

Erlent
Fréttamynd

Dómari í máli Saddams hættir

Dómstjórinn í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein hyggst láta af embætti sínu og mun greina frá ákvörðun sinni þess efnis næst þegar réttað verður í málinu, 24. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Herþyrla skotin niður í Írak

Uppreisnarmenn í Írak skutu niður bandaríska herþyrlu nærri Mosul í norðurhluta landsins í dag. Tveir voru í áhöfn hennar og eru báðir taldir af. Þetta er önnur bandaríska herþyrlan sem er skotin niður á viku, tólf fórust með þyrlu sem var skotin niður síðasta laugardag.

Erlent