Kjaramál

Fréttamynd

Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuskyldu

Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu

Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda.

Innlent
Fréttamynd

Mikil óvissa um endurráðningar flugmanna

Forstjóri Icelandair segist ekki vita hvenær hægt verði að upplýsa flugmenn um mögulegar endurráðningar. Félagið sé í mikilli óvissu vegna Boeing-Max vélanna. Árstíðarbundin sveifla hafi skilað góðum hagnaði en gert sé ráð fyrir að árið verði rekið með tapi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi flugmenn gramir

Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu stöðuna hjá sáttasemjara

Samninganefndir Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu í eina og hálfa klukkustund í gær, degi eftir að blaðamenn kolfelldu nýundirritaðan kjarasamning.

Innlent
Fréttamynd

Hæpið að verkalýðshreyfingin geti verið stjórnmálaframboð

Prófessor í Háskóla Íslands segir að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk. Aðjunkt í lögum við Háskólann í Reykjavík segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög geti ekki starfað sem stjónmálaflokkar eða nýtt sjóði í framboð. Formaður VR hefur nú viðrað slíkar hugmyndir.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamenn eigi digra verkfallssjóði

Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands

Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma.

Innlent
Fréttamynd

Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22

Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Samkomulag um styttingu vinnuviku

BSRB hefur náð samkomulagi við alla viðsemjendur sína, það er ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga, um útfærslu styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamenn fara í verkfall á morgun

Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun.

Innlent