NBA

Fréttamynd

McGrady leggur skóna á hilluna

Hinn 34 ára gamli Tracy McGrady hefur lagt skóna eftir 16 ára feril í NBA-deildinni. McGrady var sjö sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar og tvisvar var hann stigakóngur.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekki sést í þrjá daga

Körfuknattleiksmannsins Lamar Odoms er leitað af fjölskyldu sinni. Odom hefur ekki sést í þrjá daga en kappinn glímir við eiturlyfjavanda.

Körfubolti
Fréttamynd

Lin þoldi ekki pressuna og grét fyrir leik

Ein stærsta Öskubuskusagan í bandarísku íþróttalífi er þegar Jeremy Lin spratt fram á sjónarsviðið hjá NY Knicks og sló rækilega í gegn. Hann fór úr því að sofa á sófanum hjá vini sínum í að verða heimsþekkt stjarna.

Körfubolti
Fréttamynd

Hrinti óléttri kærustunni

Eins og Vísir greindi frá í gær þá var Ty Lawson, leikstjórnandi Denver Nuggets, handtekinn um helgina ásamt kærustunni sinni en þá höfðu þau verið að slást.

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk nýjan sjö milljarða samning

Svartfellingurinn Nikola Pekovic skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta en þessi 27 ára og 211 sm miðherji sló í gegn á síðustu leiktíð með Timberwolves-liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Allt er fimmtugum fært

Michael Jordan sýndi gamla góða takta í körfuboltaskóla sem hann rekur um helgina. Jordan sem varð fimmtugur í mars bauð upp á myndarlega troðslu klæddur í gallabuxur.

Körfubolti
Fréttamynd

Tekur LeBron James við formennskunni?

Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að LeBron James sé að íhuga það að gerast formaður leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og taka þar með við starfi Derek Fisher sem hefur barist fyrir hagsmunum kollega sinna undanfarin ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Eftirlíking af meistarahring Kobe seldist á 21 milljón

Foreldrar Kobe Bryant héldu uppboð þar sem boðið var upp á ýmsan varning tengt syni þeirra sem hefur leitt LA Lakers til fimm meistaratitla á ferli sínum. Kobe sem hefur leikið með Lakers allan sinn NBA feril hefur sankað að sér ýmsum varningi í gegn um tíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Dwight Howard ætlar að semja við Houston Rockets

Miðherjinn öflugi Dwight Howard hefur tekið ákvörðun um hvar hann spilar á næsta tímabili í NBA-deildinni í körfubolta. Kappinn ætlar að segja skilið við Los Angeles Lakers og semja þess í stað við Houston Rockets. Howard hefur látið hin félögin sem voru á eftir honum, Lakers, Dallas, Golden State og Atlanta, vita að hann ætli að semja við Houston. Þetta kom fram í bandarískum fjölmiðlum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Rétt hjá mér að hvíla

Derrick Rose, stjarna Chicago Bulls, var talsvert gagnrýndur síðasta vetur fyrir að koma ekki inn í liðið þó svo hann væri búinn að jafna sig af krossbandaslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili framlengir við Spurs

Argentínumaðurinn Manu Ginoboli, leikmaður San Antonio Spurs, lét að því liggja eftir úrslitarimmuna gegn Miami Heat að hann gæti lagt skóna á hilluna.

Körfubolti
Fréttamynd

Brad Stevens tekur við liði Boston Celtics

Brad Stevens, þjálfari Butler-háskólaliðsins í körfubolta, verður næsti þjálfari hins fornfræga NBA-liðs Boston Celtics. Hann tekur við af Doc Rivers sem hætti og tók við liði Los Angeles Clippers. Þetta kom fram í bandarískum fjölmiðlum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

West framlengir við Pacers

David West var afar mikilvægur hlekkur í liði Indiana Pacers sem var ekki fjarri því að slá meistara Miami Heat úr leik í úrslitum NBA-deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant ætlar að spila í þrjú ár í viðbót

Kobe Bryant er nýkominn af hækjum eftir að hafa slitið hásin í lok deildarkeppni síðasta NBA-tímabilsins en það er engin uppgjöf hjá einum þekktasta körfuboltamanni heims. Bryant telur sig eiga eftir að minnsta kosti þrjú ár í deild bestu körfuboltamanna heims.

Körfubolti