Kómoreyjar

Viðurkennir að leikmenn hafi svindlað á Covid-prófum á Afríkumótinu
Said All Said Athouman, forseti knattspyrnusambands Kómoreyja, viðurkennir að leikmenn hafi svindlað á kórónuveiruprófum fyrir leik liðsins gegn Gana á Afríkumótinu í fótbolta sem haldið var í Kamerún fyrir tveimur árum.

Tólf smit og allir markmenn liðsins úr leik
Kómoreyjar eru að taka þátt í Afríkumótinu í fótbolta í fyrsta sinn í sögu landsins. Ekki nóg með það heldur gerði liðið sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. Nú hefur kórónuveiran hins vegar sett strik í reikninginn hjá liðinu þar sem tólf smit greindust í gær.

Íslensk þekking nýtt í orkuskiptum á Kómorum
Ráðherra segir fagnaðarefni að íslenskt hugvit og sérfræðiþekking nýtist til uppbyggingar lagaramma um endurnýjanlega orku í einu fátækasta ríki Afríku.

Eyjaævintýri í Afríkukeppni landsliða
Eyríkið Kómorur tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu.

Forsetinn endurkjörinn á Kómoreyjum
Stjórnarandstæðingar hafa sakað stjórnarliða um kosningasvindl.

Kynjamisrétti í kennslubókum
Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bendir á misrétti í kennslubókum sem notast er við í þróunarlöndum.

Íslendingur hyggst gera Malmö að alþjóðlegustu borg heims
Finnur Sverrisson fer fyrir verkefni sem miðar að því að fá ríkisborgara frá öllum ríkjum heims til að búa í Malmö.