Eistnaflug

Fréttamynd

Taktu þátt í að búa til „helvítis djöfulsins hávaða“

Á morgun, laugardaginn 9. júlí, opnar Curver Thoroddsen hljóðinnsetninguna Helvítis djöfulsins hávaða (riffasúpu dauðans) í Gömlu netagerðinni á Neskaupstað. Innsetningin er hluti af listahátíðinni Innsævi í Fjarðabyggð og er verkið gert í samvinnu með Eistnaflugi og gestum þess.

Tónlist
Fréttamynd

Draumur að spila með Magga

Nýja plata Vintage Caravan kemur út á föstudag þar sem Maggi Kjartans slær í rokkklárinn í lokalaginu. Óskar Logi Ágústsson, söngvari segir draum sinn hafa ræst með að telja í lagið með átrúnaðargoðinu.

Lífið
Fréttamynd

Tap Eistnaflugs brúað

Fjarðabyggð fellir niður skuld þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Því verður rokkað og rólað fyrir austan í bullandi fjöri en hátíðin skildi eftir sig 20 milljóna króna gat í fyrra sem tekist hefur að brúa.

Lífið
Fréttamynd

Rokk og ról með bros á vör

Fjarðabyggð fellir niður skuld þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs. Því verður rokkað og rólað fyrir austan í bullandi fjöri en hátíðin skildi eftir sig 20 milljóna króna gat í fyrra sem tekist hefur að brúa.

Tónlist
Fréttamynd

Stjórnin hjartfólgin Bræðslustjóranum

Magni Ásgeirsson og bróðir hans, Heiðar, standa að Bræðslunni í 14. skipti í sumar, þar sem Stjórnin mun spila. Fyrsta sveitaballið sem Magni fór á var með hljómsveitinni og Heiðar kynntist konunni sinni á Stjórnarballi.

Lífið
Fréttamynd

Gamalt lag sem fékk nýjan hljóm

Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, hefur gefið út lagið Flóttamaður sem mun hljóma á sólóplötu hans. Hann stendur á tímamótum því hann er vanur að hafa heila hljómsveit fyrir aftan sig en nú stendur hann einn á stóra sviðinu.

Lífið
Fréttamynd

Óttast að þolendur vilji ekki skemma partíið með kæru

Yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs um að tónlistarhátíðin verði ekki haldin aftur ef kynferðisbrot verður framið fælir þolendur frá því að kæra, að mati Aflsins. Hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt vegna einangraðs atviks,

Innlent
Fréttamynd

Skálmöld með níu tilnefningar

Hljómsveitin Skálmöld fær flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár, eða níu talsins. Tilkynnt var um það í Hörpu fyrir stundu. Reggísveitin Amabadama kemur þar á eftir með sex tilnefningar.

Tónlist
Fréttamynd

Landið eitt sveitarfélag

Við erum 326 þúsund talsins og okkur er skipt niður á 74 sveitarfélög. Ef okkur væri deilt jafnt væru öll sveitarfélög á stærð við Fjarðabyggð. Þar eru fimm grunnskólar og fimm leikskólar. Sveitarfélagið rekur þrjú hjúkrunarheimili, sér um húsnæðismál fatlaðra, sinnir heimaþjónustu og útvegar stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn gjaldfrjálst.

Bakþankar
Fréttamynd

Eistnaflug og aðdráttaraflið

Ég fór ásamt fimm félögum á þungarokkshátíðina Eistnaflug á Neskaupstað um liðna helgi. Það var stórkostleg skemmtun. Við leigðum okkur gistingu á hlöðulofti á Skorrastað, fjórum kílómetrum fyrir utan bæinn, sem breytt hefur verið í skínandi aðstöðu fyrir ferðamenn. Uppábúin rúm, og allt til alls, en í boði eru hestaferðir fyrir ferðamenn sem ábúendur á Skorrastað sjá um. Við fórum reyndar ekki í hestaferðir, heldur héldum okkur við þungarokkið, ásamt því að reyna að veiða fisk í Norðfjarðará.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sárbænir gesti Eistnaflugs að keyra varlega

Á síðasta sólarhring hafa 11 verið kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Neskaupstaðar þar sem tónlistarhátíðin Eistnaflug fer fram. Sá sem hraðast ók var mældur á 135 km/klst í sunnan verðum Hólmahálsi á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Sá á í vændum mjög háa fjársekt .

Innlent
Fréttamynd

29 fíkniefnamál á Eistnaflugi

Tuttugu og níu fíkniefnamál komu upp á þungarokkshátíðinni Eistnaflug sem haldin var í Neskaupsstað nú um helgina, en í öllum tilfellum var um að ræða óverulegt magn efna sem ætluð voru til neyslu.

Innlent
Fréttamynd

Rokkað á Eistnaflugi

Fjórar erlendar hljómsveitir koma fram á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem verður haldin í Neskaupstað dagana 7. til 9. júlí. Þær heita Triptykon frá Sviss, The Monolith Deathcult frá Hollandi, Secrets of the Moon frá Þýskalandi og hin færeyska Hamferð. Á meðal íslenskra hljómsveita sem stíga á svið eru Ham, Dr. Spock, Sólstafir, Mammút, SH Draumur og Skálmöld auk Eiríks Haukssonar.

Lífið
Fréttamynd

Ein stór helvítis fjölskylda

Þrátt fyrir að hafa aðeins starfað í tæp tvö ár hefur hljómsveitin Skálmöld náð frábærum árangri. Hljómsveitin sendi frá sér fyrstu plötuna fyrir síðustu jól og hefur hún slegið í gegn hjá þungarokksáhugamönnum landsins. Þá er hljómsveitin á leiðinni til Þýskalands í sumar þar sem hún kemur fram á Wacken, stærstu þungarokkshátíð heims.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2