Hafnarfjörður

Fréttamynd

Þing­manni blöskrar svör Rósu

Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnu­daga“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir.

Innlent
Fréttamynd

Segir fanga­geymslur ekki við­eig­andi vistunarstað fyrir börn

Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga. 

Innlent
Fréttamynd

Öflugur Hafn­firðingur á 525 filmuljósmyndavélar

Það er ýmislegt, sem fólki dettur í hug þegar kemur að því að safna hlutum en gott dæmi um það er Hafnfirðingur, sem á vel yfir fimm hundruð filmu ljósmyndavélar. Elsta vélin er frá 1896 en uppáhalds myndavél safnarans er sú, sem hann fékk í fermingargjöf þegar hann var þrettán ára gamall.

Innlent
Fréttamynd

Börn vistuð í allt að sex daga í fanga­geymslu í Flata­hrauni

Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skip­verji brotnaði og mót­töku frestað

Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. 

Innlent
Fréttamynd

„Stein­hissa“ þegar honum var birt á­kæra

„Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði Kristján Markús Sívarsson við aðalmeðferð sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kristján er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nokkurra daga skeið beitt konu miklu ofbeldi á heimili hans í nóvember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Vönduð vinnu­brögð í um­hverfis­málum

Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­vissu­ferð Hafn­firðinga í boði Orku­veitu Reykja­víkur

Á síðustu mánuðum hafa fjölmargar spurningar vaknað meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðs verkefnis Coda Terminal, Carbfix, í Straumsvík. Upphaflega var þetta gæluverkefni Orkuveitu Reykjavíkur sem nú virðist vera að snúast í andstöðu sína og þá helst vegna mótmæla íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri ótímabundin verk­föll boðuð

Félagsfólk Félags leikskólakennara, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í ótímabundin verkföll, hafi samningar ekki náðst fyrir 17. mars annars vegar og 24. mars hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Viltu vinna með fram­tíðinni?

Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna.

Skoðun
Fréttamynd

Harka­leg um­ræða fái kennara til að hugsa sína stöðu

Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, furðar sig á því að skilyrðin fyrir því að vera ráðinn til afleysinga í Hafnarfirði séu ekki meiri en að vera orðinn tvítugur og með hreint sakavottorð. Hún segir marga kennara orðna þreytta á stöðunni og skoði nú atvinnuauglýsingar. 

Innlent