Reykjavík

Fréttamynd

Há­­marks­­hraði raf­­hlaupa­hjóla gæti lækkað á vissum svæðum

Höfundum skýrslunnar Rafs­kútur og um­ferðar­öryggi sem gerð var fyrir Vega­gerðina og Reykja­víkur­borg telja æski­legt að há­marks­hraði raf­hlaupa­hjóla verði lækkaður á á­kveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa um­ferð hlaupa­hjólanna á götum þar sem há­marks­hraðinn er 30 kíló­metrar á klukku­stund.

Innlent
Fréttamynd

Braut upp útihurð og gekk á brott

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur undarleg tilkynning í gærkvöldi en að sögn þess sem hringdi braut einstaklingur upp útihurð og gekk síðan á brott. Viðkomandi var handtekinn skömmu síðar en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Heilnæmt húsnæði Reykjavíkurborgar

Sögulegt tekjugóðæri hefur verið hjá Reykjavíkurborg undanfarin ár. Þrátt fyrir það hafa sum börn því miður orðið að glíma við erfið veikindi út af þeim ákvörðunum sem teknar voru fljótlega eftir hrun og á síðustu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur

Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum.

Innlent
Fréttamynd

Kaupin á eyrinni

Reykjavíkurborg er stundum skrýtin skepna. Hún rekur malbikunarstöð. Hún hefur fjárfest gríðarlega í fjarskiptafélagi. Og svo hefur hún keypt rafmagn og þjónustu af eigin fyrirtækjum fyrir milljarða án útboðs.

Skoðun
Fréttamynd

Stal bangsa í verslun í miðborginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í gærkvöldi sem grunaður er um að hafa stolið litlum bangsa úr verslun í miðborginni. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni kvöldsins er maðurinn sagður hafa afhent bangsann þegar lögreglu bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ungir menn hand­teknir grunaðir um líkams­á­rás

Þrír ungir menn voru handteknir á miðnætti í gær grunaðir um líkamsárás í Breiðholti. Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi. Brutu þeir þá lögreglusamþykkt og fóru ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur milli rútu og mótor­hjóls

Á­rekstur varð milli rútu og mótor­hjóls á gatna­mótum Kringlu­mýrar­brautar og Lista­brautar fyrir skemmstu. Enginn er al­var­lega slasaður sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­liðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta konan til að gegna stöðu skóla­stjóra

Guðrún Inga Sívertsen hefur verið ráðin nýr skólastjóri Verzlunarskóla Íslands (VÍ) og tekur við af Inga Ólafssyni. Hún er fyrsta konan til að gegna starfinu í rúmlega 110 ára sögu VÍ og jafnframt fyrsti skólastjórinn sem hefur útskrifast úr skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Steypusílóum verður breytt í gróðurhús

Steypustöðinni á Sævarhöfða verður umbreytt í veitingastaði og og nýsköpunarmiðstöð verði verðlaunatillaga sem kynnt var í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur að veruleika. Þá verða steypusíló á svæðinu gerð að gróðurhúsum.

Innlent
Fréttamynd

Ný ein­hverfu­deild í Reykja­vík

Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika.

Skoðun
Fréttamynd

Vopnaður sverði á Lauga­veginum: „Farðu heim til þín“

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Hagatorg verði almenningsgarður í þágu skóla

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að kallað verði eftir hugmyndum um þróun á hringtorginu risavaxna Hagatorgi í Vesturbæ. Þær hugmyndir eiga að tengjast Hagatorgi sem „almenningsgarðs eða almenningsrýmis.“

Innlent
Fréttamynd

Söguleg tímamót á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík

Söguleg tímamót urðu á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í dag þegar gefin var út sameiginleg yfirlýsing og aðgerðaráætlun í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ára sögu ráðsins. Rússar tóku við forystu í ráðinu til næstu tveggja ára úr höndum Íslendinga á fundinum og segjast vilja standa vörð um frið og sjálfbærni á Norðurskautinu.

Innlent