Reykjavík

Fréttamynd

Réðst á starfsmann veitingahúss

Laust eftir klukkan hálfníu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Tólf há­vaða­út­köll en flestir veitinga­staðir með sótt­varnir á hreinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 42 veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og voru þeir flestir með „allt á hreinu“ varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnareglur. Um það bil þrjátíu staðir í öðrum hverfum voru einnig heimsóttir og var sama uppi á teningnum þar, þó árétta þurfti á nokkrum stöðum reglur um opnunartíma og skráningu gesta.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig vita hver hlut­deildar­maðurinn er

Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð.

Innlent
Fréttamynd

Sau­tján ára á 123 kíló­metra hraða

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 22 í gærkvöldi ökumann í hverfi 105 þar sem hann ók á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraðinn er 80.

Innlent
Fréttamynd

Smit í fjórum grunn­skólum í Reykja­vík

Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað

Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir.

Innlent
Fréttamynd

Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna

Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni.  Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans.

Innlent
Fréttamynd

Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat

Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldan fari saman í sumar­frí

Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar

Skoðun
Fréttamynd

Stefnt á að opna nýjan ung­barna­leik­skóla í Bríetar­túni í ár

Pláss verður fyrir sextíu börn á aldrinum tólf mánaða til þriggja ára á nýjum ungbarnaleikskóla í Bríetartúni sem Reykjavíkurborg ætlar að taka í notkun fyrir lok þessa árs. Opnun leikskólans er liður í áformum borgaryfirvalda um að fjölga plássum svo hægt sé að bjóða börnum allt frá tólf mánaða aldri leikskólavist.

Innlent
Fréttamynd

Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“

Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins.

Innlent
Fréttamynd

Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví

Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum

Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans.

Innlent
Fréttamynd

Búið að handtaka eltihrellinn

Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað

Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat.

Innlent